16 október 2007

Drenið lagt ... loksins.



Ok ég segi ekki að þetta hús gangi ílla, heldur frekar hægt, það er haldið vel áfram og má segja að strákarnir/prinsarnir/hetjurnar séu alveg hreint brilliant duglegir ... en aftur að þessu með að ganga hægt, sko við eigum að tæma okkar íbúð eftir mánuð! Halló á einhver þarna úti bílskúr??? svona mubluhæfann :) oh jæja það mátti reyna ... en takk samt :)
Strákarnir voru að vinna í dag, þrusu duglegir ... ó var ég búin að segja þetta áður? þegar ég kom við til að skoða þá vinna, ferlega hot að horfa á flotta menn vinna, þeir eru reyndar soldið dúðaðir en hey maður getur alltaf notað ímyndunaraflið ...grrrr ...já sorry gleymdi mér aðeins hvar var ég? já þeir voru að tala um að Hús og Híbýli ættu nú að koma við og sjá þessa flottu drenlögn og jarðvegsvinnu, ótrúlegt hvað það er hægt að vera stoltur af jarðvegsvinnu :) og hvar er Vala Matt? skil'etta bar'ekki.
Svo er það bara að koma sér uppúr þessari holu og drífa þriðju hæðina upp upp upp mín sál. og svo þakið og svo gluggana og svo rafmagnið og svo hitann og svo klósettið og svo innréttingar og svo okkur...
og svo eru menn að furða sig á því að kona sé andvaka

Engin ummæli: