Var rétt í þessu að lesa bloggið hjá vinkonu minni henni Berglindi (http://www.blind.bloggar.is/) gat nú ekki annað en samsinnt því sem hún segir, ég fór nú bara að prófa þetta á ömurlegum rigningardegi, bara forvitin hvernig þetta virkar, eftir að Begga sagðist vera komin með síðu. Viðbrögðin í kringum mig voru soldið skondin, bóndinn (oh á nú að fara að byrja á þessu eins og ALLIR aðrir) hann les bloggið mitt núna og svei mér þá brosir af og til af vitleysunni í mér. Einhverjir sögðu...(hvað ætlaru líka kannski á Bifröst?) ég veit ekki hvort að sú sé að lesa bloggið mitt ennþá, hún kemur aldrei með athugasemdir né kvittaði í gestabók hmmm... þetta er orðið eins og Berglind segir, hluti af deginum, ef að ég set ekki inn færslu þá fæ ég viðbrögð, sem er bara gaman, því maður er náttturulega að þessu fyrir þá sem lesa
Annað... ég var að horfa á Opruh í gærkvöldi, alltaf hressandi að horfa á hana velta sér uppúr vandamálum annara, mín eigin verða þá eitthvað svo lítilfjörleg. Af og til kemur þó ettihvað að viti frá henni, ef maður horfir með mjög opnum hug, og í gær var verið að tala um hvernig við mæðurnar "smitum" dætur okkar við fæðingu... hmm hvað meinarðu ? jú, ef að ég segi reglulega við sjálfa mig þegar dóttir mín heyrir (oj hvað ég er feit, ohh hvað þetta er ómögulegur dagur, ég er alveg glötuð í þessu og hinu, ömurlegt hár og svo framvegis) þá tekur hún því til sín og hennar sjálfsímynd verður brengluð ! ok nokkuð góður punktur... annað sem kom gott frá henni er í framhaldi af þessu, ef þú ættir að skrifa bréf til þín sjálfrar sem ungrar konu, hvað myndir þú segja til að kenna henni og leiðbeina ?? spurning
Jæja háfleigu hádegisbloggi lokið... ætla að drífa mig í mat.
Kv. MajaG
