24 júlí 2007

"þið eigið eftir að finna fyrir þessum degi langt inn í næstu viku"

Hér er maður dreginn á afturendanum framúr fyrir allar aldir í sumarfríinu sínu til að gera hvað ? jú mikið rétt moka með elskunni sinni. Hann nennti ekki að vera einn í sandkassaleiknum í dag og vildi félagsskap... að sjálfsögðu valdi hann mig, en ekki hvað !?!

Þannig að við vorum komin rétt fyrir klukkan níu í morgun og svo byrjaði stritið, og ég get sko lofað ykkur að þetta var PÚL, já bara Helv Púl (ég var ekki lengi að ná upp lingóinu... það voru berir smiðir um allar jarðir og þeir kunnu sko að tjá sig (ég ætla ekki að skrifa orðið sem ég lærði í dag, það gætu börn verið að lesa þetta blogg, en ég get lofað að prinsinum mínum blöskraði smá orðaforðinn minn eftir daginn hnegg hnegg)

Verkefni dagsins var að setja sand í sökklana, dreifa vel úr og þjappa... sandurinn átti að ná fjóra til fimm cm frá brún, síðan verður sett einangrun og svo steypa, þetta átti að vera slétt og þegar ég skrifa slétt þá er ég að tala um slétt,,, ekkert semi slétt, eða svona næstum slétt, nei slétt !

Heyrið nóg um orð, hér koma myndir:
Það var mokað

Og það var þjappað


Og meira mokað, eða eiginlega sléttað með svona flatri sköfu...

Þetta er svo afrakstur dagsins, fjögur hólf stútfull af þjöppuðum sandi.

Vinnudagurinn var sem sagt frá klukkan níu til fimm (eða reyndar hálf fimm) og þá var farið í pottana til að hita upp auma vöðva, því eins og hann Múri okkar (á eftir að segja ykkur frá honum) sagði svo skemmtilega þegar hann kíkti á okkur um klukkan fjögur "þið eigið eftir að finna fyrir þessum degi langt inn í næstu viku"

20 júlí 2007

Það er allt að verða vitlaust...

Það þarf að moka með lítilli skóflu og þegar maður er alveg búinn að ná því þá er hægt að fara á stóru stráka skófluna og leika sér smá... muniði eins og í sandkassanum í gamla gamla daga...
jú minn elskulegi varð að rifja upp taktana...


Maðurinn kann þetta alveg....


Og þá komu lagnirnar, gaman að segja frá því að stúturinn sem er fremstur liggur í vaskinn okkar og uppþvottavélina sem verður á eyjunni á fyrstu hæðinni, það er hæðinni sem gengið er inn, en þið voruð örugglega löngu búin að sjá það út er það ekki ?

03 júlí 2007

Loksins sökklar loksins

Já ég veit hvað þið eruð að hugsa... LOKSINS byggingarblogg!! fyrirgefið að ég hef ekki verið að sinna þessu, en núna er ALLT að gerast.....
Læt myndirnar tala sínu máli um stund.




Þá gerðist það...
Sökklarnir komu í dag. Ég held að ég þori alveg að segja það án þess að særa nokkurn mann... Þetta eru örugglega fallegustu sökklar sem ég hef nokkurn tímann séð...
Nei reynið ekki að mótmæla mér !!!

02 júlí 2007

Staðreynd



Er það ekki dæmigert að þegar Búkolla loksins hypjar sig í ræktina þá fær hún bara harðsperrur í Kálfana...?!?

01 júlí 2007

Og ég beið og ég beið og ég beið

Sökklarnir ekki komnir... en það er ekki öll nótt úti enn... morgundagurinn bíður frískur handan við hornið og ekkert annað en að taka honum fagnandi með öllu því sem honum fylgir... sökklum eður ei...

Þessi helgi hefur bara verið góð, þrátt fyrir nokkurn söknuð, en eldri dóttirin er núna í Ölver og verður þar í viku, já mamman saknar hennar örugglega meira en hún saknar okkar, en veit að hún hefur það svakalega gott og hlakka bara til að fá hana heim aftur stútfulla af nýjum ævintýrum.

En kommon sólin maður... LOVELY Tanny

og rigningin núna... aldeilis góð fyrir gróðurinn !