21 mars 2008

Suðurhliðin

Suðurhliðin
Stofuglugginn.
Stelpurnar séð frá stofunni upp á næstu hæð

Ballið heldur áfram....

Það er búið að vera að vinna í húsinu sleitulaust, allar helgar og flest kvöld hafa farið í húsið uppá síðkastið enda allt að gerast... og veðrið loksins til þess að vinna.
Þarna erum við að setja tjöruprimer við gluggana, síðan kemur teip alveg við gluggana og útá vegg, þetta á að einangra allt voðalega vel.
Haldið við húsið...?
jæja það er nú svo sem ýmislegt sem gerist í húsinu án þess að ég sé að blogga um það...
en nú er staðan þannig að norðurhliðin er búin að taka á sig mynd, allir gluggar komnir á sinn stað og bara rétt eftir að þétta þá.
Suðurhliðin er líka öll að koma til og flestir gluggar komnir, aðeins eftir að glerja eitthvað. Það er sem sagt verið að loka húsinu.
Jæja má ekki vera að þessu bloggi - farin uppí hús... (æj æj nei það er föstudagurinn langi...)
Gleðilega páska :)

04 mars 2008

Ballið búið?!?

Hvað meiniði???
við héldum að ballið væri bara rétt að byrja!
af hvurju er okkur ekki sagt frá þessu?
---oOo---
Þarna trónir húsið okkar, eins og það sé kviknað í hjá nágrönnum okkar, við erum í myrkrinu :)
---oOo---
...tekið úr Fréttablaðinu á laugardaginn 01.mars 2008
ps. smellið á myndina, þá stækkar hún