28 ágúst 2007

Á morgun var í dag og þá var...

Járnabundið :)
fyrsta sem ég spurði þegar ég sá þessa mynd var "snjóaði í dag?"

27 ágúst 2007

Í dag var svo einangrunin sett á fína slétta sandinn :)

Á morgun? Tjahh hvur veit...
To be continued ;)

25 ágúst 2007

Another day in paradise

Það er hreint ótrúlegt hvað þarf mikið að moka....það er sem sagt verið að undirbúa það að platan verði steypt og þá þarf að vinna góðan jarðveg fyrst og það er gert með mokstri :)

Ok þessi er ekki beinlínis að moka hér en stóð sig með miklum sóma :)
Þessi mokaði...
og meira mokað...
Það er alveg hægt að nota alla í mokstur, bara byrja nógu snemma...
svo mokuðu frýrnar líka og mér sýnist sú stutta sé komin með iðnaðarrassinn strax.
Pró fram í fingurgóma :)

.
.
.

smá eftirmáli: Sko myndirnar sem koma hér á eftir eru allar teknar á sínum hvorum deginum, en það gerist allt svo hratt núna á eyrinni að það hefur bara ekki unnist tími til að skella inn myndum jafnóðum og hlutirnir gerast...

But enjoy the show.

24.ágúst 2007. Það er svo margt sem þarf að huga að, hér er búið að setja niður rörin og svo vantaði sand og fullt af honum...

Þessi hafði svona yfirsýnina á hreinu... "hvar vantar sandinn?"
"Þarna og keep it coming"

22.ágúst 2007. Það er ekkert gefið eftir og steypt í hellirigningu


Jebb allt að gerast...

16 ágúst 2007

Fyrsta hæðin er komin.

Hér vantar vegg...
Og hér er hann kominn, þetta er sökkull norðan meginn.
Farin að koma mynd á þetta...

Later dudes :)

14 ágúst 2007

Fyrstu veggeiningarnar settar á sinn stað.

Í lausu lofti ég svíf.
Númeró únóDuglegir strákarnir.
Pússlað saman.
En ég sé að við verðum líklega að þjappa aftur....... :)

13 ágúst 2007

Allir í bátana! Stærsti bílkrani á landinu gerður klár...


Meira síðar ///(",)\\\

ps sumar myndir er hægt að smella á og þá stækka þær,

en þetta vissuð þið nú alveg :)

08 ágúst 2007

Show must go on...

Það kom nú töluverð pása í þetta alltsaman vegna sumarfría á öllum vígsstöðvum, en núna eru þeir mættir galvaskir bræðurnir Gísli, Eiríkur og Helgi og ætla að reisa einhverja veggi á næstu dögum, fylgist spennt með.

Hér er búið að setja niður litla sæta kassa sem verða undirstöður fyrir háu sökkuleiningarnar, þetta er sem sagt norðanmeginn í húsinu, hitt sem við vorum að slétta og svoleiðis það er bara helmingurinn...

Þetta er sem sagt svona óuppfyllt rými...

Og hér biðu þeir bræður eftir að steypan kæmi niður úr þessum rana... þetta er svona eins og að hella úr fötu í fingurbjörg... ætli þeir hitti í hjólbörurnar ???

hef smá áhyggjur, en sem betur fer áttuðu þeir sig og færðu steypubílinn aðeins...

Hmmmm... ok... ég er samt viss um þeim takist þetta, hef fulla trú á strákunum...

Meira síðar.