29 desember 2007

Þá eru það smáatriðin... þakið og gluggarnir.

Þrátt fyrir smáatriði eins og jól og frídaga og sollis er sko ekkert slakað á og unnið af mikilli hörku, enda hörku-menn hér á ferð! Okkur er það mikill heiður að fá að deila með ykkur myndum frá gluggainnsetningu og undirbúningi af þakásetningi.
Gjörið svo vel og njótið með okkur :)

20 desember 2007

Gluggagæjar út-um-allt

Það var sko tekið á því í vikunni og fjörutíu já skrifa og segi fjörutíu feta gámur stútfullur af gluggum og körmum og hurðum tekinn í nefið. Það var verið að losa gáminn og setja einhverja glugga í bílskúra og þannig hafa betra aðgengi fyrir því sem geymt er í gámnum örlitla stund í viðbót. Í fellinu búa 12 jólahreystimenni og komu þeir allir eins og kallaðir, enda jólin á næsta leiti og allir þurfa þeir hvorteðer að fara að arka í bæinn, þó með stuttu stoppi í Úlfarsbrautinni...

Hvað er það sem maður segir, myndir segja meira en þúsund orð, læt ég því hér staðar numið og leyfi ykkur að njóta myndanna í myrkrinu.

ps vil taka það fram að þetta eru svona cirka 150 til 250 kg gluggar... og þeir tóku þessi kíló eins og fjaðrir væru :)

Úlfarsbrautarbændurnir á góðri stund (smá pásu)
þetta er ekkert þungt strákar er það nokkuð???

Allir með gott grip!

Það má með sanni segja að allir gluggagæjarnir með tölu verða í reisigillinu...

TAKK allir saman fyrir hjálpina Hello