25 september 2007

Spaghettísúpa

Og hvað á svo þessi færsla að heita? anyone - Beauler ...

Úlfarsbraut 10
inngangur lengst til vinstri, gluggi í miðjunni og bílskúrshurð til hægri,
langa opið á gaflinum, (lengst lengst til vinstri) er gluggaop í stigaganginum.
Aukaljós tengt í svalirnar,,, sjáiði útsýnið mar :)

Hér er verið að rafmagnast í eldhúsinu mínu.
Síðan kemur gólfið, þe eftir píparanum, en hér er rafvirkinn að stússast :)
Þetta er nú orðin algengt sjónarhorn, húsið séð að neðan :)

Uppsláttur

Hér hefur verið slegið upp fyrir svölunum okkar, næsta skref þar er að járnabinda og svo steypa þegar rafvirkinn hefur lokið sér af á hæðinni og píparinn gert það sem hann á að gera. Nú svo þegar það allt er komið og gólfið hefur verið steypt þá er hægt að moka að húsinu og þá fer nú að vera gaman að lifa :)
Bara unnið og unnið.
Séð út frá norðri til suðurs, í húsi nágrannans.
Það sem við höfum verið að gera uppá síðkastið er mest og mikið, það er búið að vera moka (jiii eruð þið ekki hissa að við séum að moka?) já það er ennþá hægt að moka og við gerum það óspart, þe spara að fá aðra til að gera það sem við getum alveg gert sjálf... það er nefnilega verið að hugsa fyrir dreninu í kringum húsið og það þurfti að setja mjúkann sand undir rörin. Það hafa verið mörg góð kódak-mómentin, td ég og Eyrún að baksa við að koma fullum hjólbörum niður grýttann jarðveginn, síðan mætti Kristjana sys á svæðið og tók góða syrpu við að moka, alveg eins og herforingi, takk fyrir hjálpina kæra sys :) þú ert búin að vinna þér inn boð í reisugillið!
Við höfum kannski ekki verið svo dugleg við að taka myndir uppá síðkastið, lofum bótum á því.
Meira síðar.

18 september 2007

Our house, in the middle of our street ...

Mynd komin okkar meginn.
Hér er verið að setja upp vegginn á milli eldhúss og bílskúrs.

Og hér sést inn í eldhúsið.
Jebb í rigningu, kulda og roki, áfram heldur verkið.
Dullegir strákarnir.

15 september 2007

Og þá er það fyrsta hæðin ...

Þá eru fíligran plöturnar komnar og veggir fyrstu hæðarinnar að mjakast upp.


Já ég veit ég veit :) Ótrúlega flott

11 september 2007

Næsta hæð! hvet ykkur til að smella á myndirnar til að stækka þær!


Jæja óhætt er að segja að eitthvað sé að gerast ... hér er verið að undirbúa að næsta hæð geti risið og svokallaðar fíligran plötur lagðar. Síðan koma veggir og svo verður steypt gólf og þá? Tjahh ...

Until next time :) stay tuned.

08 september 2007

Undirstöður.

FE 10.0.13 = veggurinn á milli stigans og sjónvarps/samveruherbergis :) Við mæðgurnar mættar á svæðið að skoða áður en undirstöðurnar voru settar. Frúin er útá palli, þarna verður gluggi og svalahurð og pallurinn upphitaður ... sjáið þið þetta ekki alveg fyrir ykkur?
Horft inn í sjónvarps/samveru-herbergi, fremsta hurð er í vinnuherbergi, næsta hurð inn í geymslu og þriðja hurð inn í þvottahús, stiginn verður á bakvið vegginn og hurðinn útí enda það er "bakherbergi" sem verður breytt m.a. í geymslu, billjardherbergi, borðtennis-sal ... (hvað heldur konan eiginlega að þetta sé stórt?)
Horft inn um gluggann á vinnuherberginu.

07 september 2007

Nú þarf bara ...

þetta ...
að fara ofan á ...
þetta ...
... og þá getur næsta skref hafist :)

05 september 2007

Gólfhiti lagður og platan steypt

Það sem hefur verið að gera síðustu daga er að leggja hitann í "bakrýmið" og pallinn, nú síðan kom gólfið, rennislétt og fallegt ...
Finnst ykkur ekki?
Framundan? ... bara áframhaldandi steypuvinna og reisingar :)
Will keep you posted.