28 maí 2007

Sumir þreyttir eftir daginn...


En í góðum félagsskap Happy

Sólríkar Suðurhlíðar, Fellið, Áin og Dalurinn...


Soldið flottur vinkill hér í gangi, við ánna og uppí hverfið okkar.


Hér má einnig sjá skúrinn okkar sem verður okkar annað heimili í sumar, já já hann er upphitaður með rafmagni og klósetti, allir stælar.


Dóra neðan við grunninn og rétt við skúrinn. Flottur ha ?!?

Hér eru stelpurnar við Úlfarsánna, móðirin verður víst að viðurkenna að hún var ekkert búin að taka eftir þessari á ! spurning um að fá leiserinn endurgreiddann hmmm... en flott er hún, áin sko og svo sáum við fisk í henni, ánni sko...

Smile

27 maí 2007

Hvað eiga...

... Hreindýr - Gæs - Rjúpa - Svartfugl og Höfrungur sameiginlegt ?!?


-svar- Öll þessi dýr (jebb Bambi og Flipper) runnu ljúflega niður í minn maga í gær - *rop*


Takk fyrir mig :)

26 maí 2007

26. maí....

Jebb
Brúðkaupsafmæli !!
Núna eru árin orðin
17 !!!

23 maí 2007

Holan er komin

Og núna erum við að leita að stóru fræi til að setja niður og sjá það dafna, ég er ekki viss hvort að hárin úr halanum dugi til, en við reynum samt...



Stór og voldug grafa, og ekki mátti hún vera minni miðað við stærðina af holunni

Stelpurnar að leik í holunni...

Litlar stelpur í stórri holu...



Þessi er töff !!!

22 maí 2007

Engin afsökun!

Ég fékk Ipod Shuffle (tekur um tvö hundruð lög) í afmælisgjöf frá mínum elskulega eiginmanni og yndislegu dætrum... og nú er engin afsökun fyrir ræktarleysi ! verð ég þá að vera í ræktinni þangað til lögin eru búin ?

ps mér finnst samt móðgun að það SNJÓI á afmælisdeginum mínum!!!

How Life Goes On And On...

Sofnaði í gær aðeins 37 ára ungabarn, vaknaði í morgun 38 ára... vá hvað nóttin getur gert á einni nóttu :)

Ég er ennþá Dirty something... tvö ár í forty Flirty!!

21 maí 2007

Má helst ekki gleymast

Í gær var ég pirruð, þreytt, lúin og snúin... þegar ég fattaði, að ég gleymdi töflunum mínum.

19 maí 2007

Ókey !?!


Tvíburar: Þó að þér líði eins og guð í gær og djöfullinn í dag, reyndu þá að líta bara út fyrir að vera gamla góði þú, svona út á við. Annað gæti hrætt fólk.

17 maí 2007

Tíminn


Sex ára skottinu mínu finnst stundum tíminn vera soldið lengi að líða og tímaskynið hennar getur verið mjög skemmtilegt...
Dæmi:
Hún: Mamma hvað er klukkan núna ? (ég: Hún er hálf fimm.)
Hún: Veistu sko ég er búin að bíða og bíða... það er búið kastljós og táknmálsfréttir og allt, en það kemur ekki barnatíminn, þetta er búið að vera í tuttugu mínutur og ég er leið á því að bíða... ég er alveg búin að bíða í HÁLFA MÍNUTU !!!
Annað dæmi:
Hey mamma ég fann hitamælinn... ég var búin að leita og leita, hafði ekki séð hann í ÞRJÁ MÁNUÐI !!!
Svo eitt gott í lokin... kom að henni að telja...fimmtíu og sjö - fímmtíu og átta... (ég: hvað ætlaru að telja uppá mikið ?) hún: Hundrað ! (ég: af hverju ?) Hún: AF ÞVÍ AÐ ÉG KANN ÞAÐ !!!

It's better to burnout than to fade away...

Ég er að ströggla hérna á netinu... hef ekki neitt að segja og það er ekkert gaman að blogga um ekki neitt og þaðan af síður gaman að lesa um ekki neitt...


Fann þetta á netinu og átti sér samsömun stað :


08 maí 2007

Stjórnmálin í hnotskurn...


Nonni litli var aðeins farinn að velta fyrir sér lífinu og tilverunni og einn daginn fór hann til pabba síns og spurði hann: "Hvað eru stjórnmál?"

Pabbi hans svaraði: "Jú sjáðu til, það er kannski best að ég útskýri það á þennan hátt: Ég vinn fyrir fjölskyldunni og þess vegna skulum við kalla mig Auðmagnið. Mamma þín stýrir heimilinu og ræður útgjöldunum og þess vegna skulum við kalla hana Stjórnvöld. Við erum til þess að sinna þörfum þínum svo við skulum kalla þig Fólkið. Við getum síðan haldið áfram og kallað barnfóstruna Öreiga. Litla bróður þinn skulum við kalla Framtíðina.

Farðu nú og veltu þessu fyrir þér og athugaðu hvort þetta kemur ekki heim og saman. þannig að Nonni litli fór í háttinn og hugsaði stöðugt um það sem pabbi hans sagði honum.

Um nóttina vaknar hann upp við grátinn í bróður sínum. þegar hann kemur inn í herbergi hans finnur hann fljótt að bleian hans er blaut og mikil fýla af henni. Hann fer inn í svefnherbergi foreldra sinna og finnur mömmu sína sofandi. þá fer hann að herbergi barnfóstrunnar og finnur að hurðin er læst.

Hann kíkir inn um skráargatið og sér föður sinn í rúminu með barnfóstrunni.
Að lokum gafst Nonni litli upp og fór aftur í herbergi sitt og sofnaði.

Næsta morgun segir hann við föður sinn. "Pabbi, ég held núna að ég skilji hvað stjórnmál ganga út á." Gott segir faðirinn, segðu okkur frá því. þá sagði Nonni litli: " Jú sjáðu til, á meðan Auðmagnið riðlast á Öreigunum er Ríkisstjórnin steinsofandi. Fólkið er hundsað og Framtíðin er í djúpum skít...

04 maí 2007

Ekki fyrir viðkvæmar sálir...

Raunir konu sem ætlaði að skella sér í vax… Þið eruð ekkert viðkvæm er það nokkuð?!?

“Ég raka venjulegast á mér lappirnar því ég er bara of nísk til að fara reglulega í vax til að ráða við þennan frumskóg á löppunum á mér. Síðan fór ég í Hagkaup um helgina og sá eitthvað rosalega sniðugt vax, auðvelt í notkun, sársaukalaust og það besta að maður á að vera laus við hárin í 4-5 vikur..... og það var á tilboði!

Þannig að ég skellti mér á það. Síðan svæfði ég börnin og fór síðan inn á bað til að byrja hreingerninguna, ætlunin var nefnilega að koma kallinum á óvart þegar hann kæmi heim úr ferðalaginu seinna um kvöldið. Ég tók vaxið upp úr kassanum, þetta var svona kaldir vaxrenningar sem átti að nudda á milli handanna til að hita áður en þeir væru settir á hárugu svæðin.

Ég byrjaði að nudda renningana en sá fram á að það myndi taka alltof langan tíma og fékk því snilldarhugmynd. Ég lagði þá bara á borðið við hliðina á vaskinum, náði í hárblásarann, setti hann í botn og var nákvæmlega enga stund að hita þá. Síðan setti ég þá á leggina á mér og.......þetta var.... heitt og alls. ekki. sársaukalaust!

En ég viðurkenni þó að ég átti von á meiri sársauka, kona sem hefur gengist undir tvennar deyfilausar fæðingar og rúmlega 30 spor í hvort sinn, þolir nú alveg að 100+ hár séu rifin upp með rótum með einum vaxstrimli. Þannig að ég hélt áfram, kláraði lappirnar og eina rauðvínsflösku í leiðinni.

Þá fékk ég aðra brilljant hugmynd, ákvað að koma kallinum virkilega á óvart og leyfa honum að kíkja á eina sköllótta, það myndi án efa leiða til ýmissa skemmtilegra "æfinga". Þannig að ég athugaði með börnin, þau voru enn sofandi, náði mér í aðra rauðvínsflösku, hitaði vaxrenning, setti annan fótinn upp á klósettið og skellti renningnum í klofið..... og reif af.

Ó MÆ GOD!!! Ó JESÚS KRISTUR!!! ÉG SÉ EKKERT, ÉG ER BLIND, ÞVÍLÍKUR SÁRSAUKI!!!

Ég var blinduð af sársauka, sló niður hárblásarann og rauðvínsflöskuna áður en ég náði andanum aftur. Ég hélt ég hefði gelt sjálfa mig með því að rífa af mér hálfa píkuna! Ég þakkaði allavega fyrir að miðað við sársaukann þá gat ekki verið eitt stingandi strá eftir. Ég leit á vaxrenninginn. FUCK! FUCK, SHIT, FUCK! Hann. var. tómur. Ekki eitt einasta hár á renningnum.... og ekki neitt vax heldur! HVAR VAR VAXIÐ??? Ég leit hægt niður, hrædd við sjónina sem beið mín..... allt vaxið af renningnum var í klofinu á mér. Ég leit til himins. WHY? Og gjörsamlega miður tók fótinn niður af klósettinu!


Mistök! ÞVÍLÍK MISTÖK! Ég gjörsamlega heyrði píkuna og rasskinnarnar límast saman! Ég gekk um baðherbergisgólfið algjörlega miður mín og hugsaði hvað til bragðs skyldi taka. Hvernig get ég losnað við vaxið. Ég prófaði að toga það af með puttunum. Ekki góð hugmynd. Ég yrði að láta það leysast upp, bræða það á einhvern máta. Hvað bræðir vax?

Mér varð litið á hárblásarann en hvarf strax frá þeirri hugmynd þar sem mig langaði ekki til að útskýra brunasárin á brunadeildinni niður á Borgarspítala. Vatn! Vatn bræðir vax. Ég lét vatn renna í baðið, svo heitt að Saddam Hussein hefði kosið að nota það til að pynda óvini sína, ég aftur á móti dró andann djúpt, gekkst undir pyntingar sjálfviljug og settist í baðkarið.

Ég komst að nokkru sem ég hafði ekki vitað áður. Vatn bræðir ekki vax! Neibb, 60 gráðu heitt vatn bræðir ekki vax, aftur á móti var ég nú límd föst við baðbotninn! Heilinn fór í óverdræv, hvernig gat ég bjargað mér úr þessari klípu? Eftir ýmsar tilraunir sem allar mislukkuðust, náði ég í Lady rakvélina mína og ákvað að skafa vaxið af!

Ef ykkur langar til að vita hvernig það var legg ég til að þið rakið ykkur með ársgamalli vel notaðri rakvél, notið ekki vatn né nokkurs konar sápu. Þá komist þið nálægt því!

Ég var að reyna að skafa vaxið af þegar ég kom loksins auga á bjargvættinn minn. Hallelújah, Praise the Lord. Það fylgdi nefnilega með í pakkanum svona vax remover. Ég hafði bara ekki tekið eftir því fyrr. Ég flýtti mér að ná í bómull, hella slatta í og nudda yfir vaxið.

ÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ! Klofið á mér brann! Það var eins og ég hefði hellt yfir það bensíni og kveikt í! En mér var sama því helvítis draslið virkaði. Því þoldi ég sársauka sem yfirgnæfði allan þann sársauka sem ég hafði upplifað við fæðingarnar og gerði mig 150% tilbúna í 10 fæðingar í viðbót.
Þegar ég var búin að hreinsa allt vaxið af skoðaði ég djásnið. Þrátt fyrir öll ósköpin hafði ekki. eitt. einasta. hár. horfið! Ekki. eitt. einasta!!!


Þegar maðurinn kom heim var ég búin að víggirða minn helming af rúminu.....
---------------------------------------------------------------------------------------------“

(ps vil taka það fram að ég samdi þetta ekki,,, en varð bara að deila þessu með ykkur)