07 október 2008

Bara til þess að slá botninn í þetta

Við erum flutt í húsið,,, og náðum því í júlí (26. tú bí exact) já já þið vissuð það nú alveg :) og okkur líður rosalega vel, já þó að það sé kreppa, við áttum hvort eð er enga pjéninga til þess að tapa, þannig að við ákváðum að tapa ekki geðinu og erum bara mjög geðgóð :) í augnablikinu eru tveir glaðlyndir pólverjar að vinna í bílskúrnum okkar, getum ekki beðið um meira í bili...

Ákváðum í miðri kreppu að bæta við fjölskylduna... og gerðum það sko með stæl, núna erum við orðin 6 í heimili þar sem tveir litlir 8 vikna kettlingar bættust við fjölskylduna í gær, ó þvílík hamingja :) þetta eru systkinin Theodór og Cleópatra... (Teddi og Cleó) Þau koma með sól og sumar í húsið, alveg frábærir karakterar.

En þetta var bara til þess að enda þetta líka skemmtilega bloggferli mitt í bili, bött never sei never...

Meira síðar?
Æ dont þink só,
síjú leiter aligeiter.

03 júní 2008

Búið í bili

Ekki fleiri myndir hér. Hægt er að skoða myndaalbúmið okkar nýja þar sem myndir verða settar inn í stað þess að hafa þær hér...

http://public.fotki.com/ulfarsbraut/

Það er ennþá allt að gerast í húsinu, við erum bara þar öll kvöld og höfum verið að undirbúa fyrir málarann. Allir milliveggir komnir :) Stefnan er ennþá tekin að flytja inn í júlí!

07 maí 2008

Allt í góðu lagi

Bara smá öppdeit, það gengur allt mjög vel í húsinu, alveg hreint rífandi gangur í raun og veru... við erum þarna hjónakornin á hvurju kvöldi og allar helgar, húsið orðið fokhelt og verið að vinna í að koma gólflögnum á sinn stað, þá verður flotað, síðan milliveggjum hent upp, klárað að pípa, síðan sparslað og málað, síðan eldhúsinnréttingin sett upp og þá getur litla fjölskyldan flutt inn.
Set fljótlega inn myndir :)

21 mars 2008

Suðurhliðin

Suðurhliðin
Stofuglugginn.
Stelpurnar séð frá stofunni upp á næstu hæð

Ballið heldur áfram....

Það er búið að vera að vinna í húsinu sleitulaust, allar helgar og flest kvöld hafa farið í húsið uppá síðkastið enda allt að gerast... og veðrið loksins til þess að vinna.
Þarna erum við að setja tjöruprimer við gluggana, síðan kemur teip alveg við gluggana og útá vegg, þetta á að einangra allt voðalega vel.
Haldið við húsið...?
jæja það er nú svo sem ýmislegt sem gerist í húsinu án þess að ég sé að blogga um það...
en nú er staðan þannig að norðurhliðin er búin að taka á sig mynd, allir gluggar komnir á sinn stað og bara rétt eftir að þétta þá.
Suðurhliðin er líka öll að koma til og flestir gluggar komnir, aðeins eftir að glerja eitthvað. Það er sem sagt verið að loka húsinu.
Jæja má ekki vera að þessu bloggi - farin uppí hús... (æj æj nei það er föstudagurinn langi...)
Gleðilega páska :)

04 mars 2008

Ballið búið?!?

Hvað meiniði???
við héldum að ballið væri bara rétt að byrja!
af hvurju er okkur ekki sagt frá þessu?
---oOo---
Þarna trónir húsið okkar, eins og það sé kviknað í hjá nágrönnum okkar, við erum í myrkrinu :)
---oOo---
...tekið úr Fréttablaðinu á laugardaginn 01.mars 2008
ps. smellið á myndina, þá stækkar hún

17 febrúar 2008

Það er alltaf nóg að gera...

Áður en hægt er að setja gluggana í þá verður að sjóða vinkla á súlurnar :)
hér er meistarinn/bóndinn/prinsinn (allt sami maðurinn MINN) að bera sig mjög svo faglega að verkinu og sýnir hér undirsuðu og yfirsuðu...
Mér finnst hann flottur!
Úúú jee Allir eru nýttir í hin ýmsu verk, aldnir sem ungir... hér mokar tengdapabbi vatninu afar faglega, því út skal það... eða var það inn?
En hún sópaði eins og herforingi! (muniði eftir mokstursmyndunum?)
:) duglega stelpan okkar!

13 febrúar 2008

Þak yfir höfuð... tjekk!



Jæja þá hékk veðrið loksins okkar megin nógu lengi til þess að okkar menn droppuðu við og skelltu nokkrum tonnum af steypu á þakið hjá okkur, þannig að nú er það "official" við erum komin með þak yfir höfuðið :) skál kæru félagar!