29 nóvember 2006

-Miðvikudagur og allt orðið eins normal og það getur nú orðið...

Prófið gekk vonandi alveg ágætlega í morgun, einkunnir fáum við sendar einhverntímann á næstunni, sem ég veit ekki hvað þýðir... en mikið rosalega er þessi kusa fegin og hamingjusöm í dag að þessari törn sé lokið þó það sé bara tímabundið. Nú á að njóta þess að horfa á imbann í kvöld og fara í trans...

:o) takk fyrir hlýju hugsanirnar og kveðjurnar, ég er örugglega með bestu blogglesendur í heimi :o)

-baulaði Búkolla

28 nóvember 2006

-Stóri dagurinn á morgun...

Takk fyrir góðar kveðjur :o)
plííís hugsið til mín á morgun kl 8:30 til kl 10:00
Engin pressa ;o)


-baulaði Bókakullan

26 nóvember 2006

-Sunnudagur, sjálfhverf kusa...

Dagurinn í gær fór í próflestur.
Stelpunum skutlað til ömmu og afa og bara lesið útí eitt...Þangað til við hjónin klæddum okkur upp og fórum á jólahlaðborð á Nordica, maturinn alveg ágætur, vinnufélagar spúsans míns sem voru með okkur flott og skemmtileg, en mér leið eins og nautgrip þegar ég gekk inn í salinn, troðfullt af fólki sem ég þekki ekki neitt, fyrir utan mína elskulegu systur og hennar spúsa sem voru þar með vinnufélögum spúsans,,, flókið ? nema hvað, við leidd til borðs/á okkar bás og svo bara standa í röð eftir matnum okkar, það á voðalega ílla við mig, ég er of mikið lúxusdýr, vil láta þjóna mér til borðs... músíkin alveg ágæt, einhverjir óþekktir sem stóðu sig ágætlega í undirspili, undirspil er lykilorð hér, þvi þetta fjallar bara um að fara í röð og ná sér í mat, sitja og borða og standa í röð eftir meiri mat og sitja og borða og svo aftur standa í röð, sitja og borða, og inn á milli munnbita jú spjalla við sessunauta... KáKá og Ellen komu líka til að spila, en KáKá vildi athygli, við áttum að hætta að tala og horfa á hann, það var til of mikils mælt af minni hálfu, enda var þarna komin til að spjalla á milli þess sem ég tuggði matinn minn og þó ég sé kona þá get ég ekki allt þetta, tuggið, talað og haft athyglina á KáKá. Við fórum heim fyrir miðnætti.

Dagurinn í dag fór í próflestur, algjörlega ! og kvöldið fer í próflestur, algjörlega. Prófið verður á miðvikudaginn og þar sem þessi kusa hefur ekki verið á skólabekk lengi er hún algjörlega sjálfhverf, einhverf og bara hverf þessa dagana... hugsa bara um þetta próf og ekkert annað.

Hlakka til þegar miðvikudagurinn er búinn !

Núna er hún Karen að dansa fyrir okkur :o)
-baulaði Búkolla

24 nóvember 2006

-Föstudagur

Jæja ég er löngu búin að breytast í grasker þannig að þessi færsla verður pínu mikið rugl... þannig eru grasker...Við horfðum á X-faktor, þetta er nú meiri skemmtunin og verður gaman að fylgjast með þessum verðandi og orðnandi (nýyrði) hæfileikum :o) Ég aftur á móti er og verð og hef alltaf verið aðdáandi Palla, já alveg frá því að ég var bara 12 skvísa og hann Palli ungur og ekki ennþá kominn útúr skápnum, þá kom hann Palli í Breiðholtsskóla, söng og bræddi þar með mörg hjörtun...(ohhh stuna)

Síðan ég hætti að stynja yfir Palla í kvöld þá hef ég verið á vefnum hjá Ikea að hanna eldhúsið okkar verðandi, ekki orðnandi ennþá. Þá dettur mér í hug þessi saga...Fyrir ca 100 árum þegar ég bjó í Danmörku þá eyddi ég dag og nótt og örugglega tveimur vikum af mínu lífi og teiknaði og teiknaði, ætlaði sko að rúlla inní arkitektaskólann þar í landi, já mín ætlaði að verða innanhúsarkitekt. Ég sendi frábæru teikningarnar mínar af stað til Danmarks Design skole og svo bara beið ég eftir því að þeir myndu koma og sækja þennan frábæra talent sem þarna var kominn alla leið frá Íslandinu góða... hversu fljót var ég að detta framúr og á gólfið þegar ég fékk loks bréfið sem tjáði mér að "nej tak ikke denne omgang" lauslega þýtt "vertu ekkert að prófa aftur haltu bara áfram að syngja í sturtunni..." æji ekki alveg svo gróft, en samt mikið rosalega var ég hissa... nema hvað (þið sem þekkið mig núna vitið hvað ég get vaðið úr einu í annað) ég var ss að teikna "drauma"eldhúsið... það er langt í land, en þessi vefur getur nú mann lifandi deytt, segi ekki meir.

-baulaði Búkolla

23 nóvember 2006

Myndir




-Fimmtudagur

Ég er greinilega að fá heil-mikla útrás fyrir skriftarræpuna með því að bloggrónast á annarra bloggara síðum að ég finn enga þörf hjá mér til að blogga sjálf. Gef alveg fúslega upp hvar ég er að rónast þetta, en það eru náttúrulegar slóðar á þær síður hér til hliðar...og þaðan rónast ég stundum yfir á aðrar síður.

Dóra er að fara í próf á morgun, auðvitað próf. Veit að það á eftir að ganga vel hjá henni, var að reka hana inn að lesa... ég sjálfið ætla að reyna að klóra mér eitthvað í bókinni og vátryggingarlögunum, var í skaðabótarlögunum í dag... þetta er frumskógur, en ég fann lagið (eintala frá lögunum) sem segir að gemsinn hennar Dóru hefði verið bættur úr innbúskaskótryggingu okkar, ekki ábyrgðartryggingu móður minnar ef hann hefði kostað meira en eigináhættan... Halló ekki sofna !! jebb það eru til lög við öllu... á morgun eru það lögin sem reikna út iðgjöldin...

Nú er lag að hætta

-baulaði Búkolla

22 nóvember 2006

-Miðvikudagur.

Allt var svo miklu betra í dag...

-baulaði Búkolla

21 nóvember 2006


Þriðjudagur.

Jæja fór í ræktina eftir vinnu í dag, sem þýðir að þá er ég að koma heim miklu seinna en vanalega, fékk mér búst á leiðinni heim, verslaði smá mjólk og brauð og er núna að fara að læra,
-já eins gott að maður geri það. Vinalegi kennarinn frá Fjármálaeftirlitinu var ekki svo vinalegur þegar hann fattaði hvað við vorum ferlega léleg í að kunna lögin og
reglugerðirnar um eftirlit FME á fjármálamarkaðnum. Hann sleppti sér alveg og öskraði og froðufelldi, tók okkur síðan eitt og eitt og rassskellti okkur á berann bossann.Ég sat og reyndi að láta fara lítið fyrir mér, hinir sem var búið að rassskella, þeir stóðu það sem eftir var af tímanum. Jæja við lærðum og lærðum um lögin sem vátryggingarmiðlarar og umboðsmenn og framkvæmdastjórar og forstjórar eiga að kunna, ég er ekkert af þessari upptalningu, en ég stefni hátt ;o) líklega... Ég tek sko ekki sénsinn að kennarinn á morgun verði góð við okkur, ég er sko farin að læra...

-baulaði Búkolla

20 nóvember 2006











































Myndir myndir meiri myndir :o)
Mánudagur.

Ég hafði lúmskt gaman af að fylgjast með einum ökumanni á leiðinni heim í dag. Það byrjaði með því að hann var næstum farinn inn í hliðina á mér á Miklubrautinni þegar hann tróð sér inn á brautina, æji honum lá frekar mikið á, sendi honum svona "aumingja þú" augnaráð og ætlaði svo ekki að láta hann fara í taugarnar á mér meir. Hann tók síðan fram úr mér og ég hélt að ég sæji hann ekki meir. jú svo alltíeinu tekur hann aftur fram úr mér, ég var á mjög löglegum hraða, en hann var ss að flýta sér. Ok hugsaði ég aftur, hann sé ég ekki meir. Nei heyrðu mig nú, í Ártúnsbrekkunni var hann aftur mættur til að taka fram úr mér, einhvernveginn þá klaufaðist hann til að vera alltaf fyrir aftan mig, þannig að sami bíllinn tók fram úr mér þrisvar sinnum, og svo fór hann í Árbæjinn. Hann var nefnilega að flýta sér. Ég veit að þetta var sami bíllinn, hann var nefnilega klesstur að framan, hefur líklega verið að flýta sér þá líka... Það eru svo margir sem eru að flýta sér, takandi fram úr til að lenda síðan rétt við hliðina á manni stuttu síðar... vonlaust lið :o/

Það er búið að sundurgrafa alla hóla hér í lóðinni, engu líkara að jarðíkornar séu um alla lóð. Þið sem farið hér um, farið varlega, þið gætuð lent inni snjóholu... stelpurnar mínar eru mjög iðnar með skóflur hér fyrir utan.

Jæja ég er að fara að læra, og svo er það Greys anatomy í kvöld...

-baulaði Búkolla

19 nóvember 2006












Aðeins fleiri myndir, ath smella á myndina til að sjá betur :o)



















Í fréttum er þetta helst...

Fjölskylda í Grafarvogi ákvað að taka veðrið í nefið og fara út til að kaupa snjóbuxur á elstu dótturina, enda alveg vonlaust að vita af henni rennblautri í snjó og slyddu... Klæddi því fjölskyldan sig upp og gekk af stað, endastöðin var Spöngin og höfðu allir meðlimir fjölskyldunnar jafn gaman af því að arka snjóskafla og berjast á móti veðrinu. Engin fauk þó útí veður og vind, en mátti ekki miklu muna að yngsti meðlimur fjölskyldunnar hefði glatast, en var hún sett á snjóþotu yfir verstu hrinurnar og dregin.
Allir komust þó heim heilir á húfi, og voru afskaplega fegnir að vera á tveimur jafnfljótum þegar gengið var fram hjá litlum bílum sem sátu fastir í snjónum...var haldið uppá ferðina með heitum kanilsnúðum og malti handa þeim sem eru í yngri kantinum, en kaffi handa eldri meðlimum.

Vona að myndirnar komi fram...


-baulaði Búkolla

18 nóvember 2006

Verð að deila þessu með ykkur...

Hún Karen mín (5 ára) er mikið að spá þessa dagana í Jesú og Guð, miklar pælingar í gangi, nema hvað að yfir seríósinu í morgun segir hún alltíeinu...

"mamma af hverju krossfestuð þið Jesú svona snemma ? Ég fékk aldrei að sjá hann ?"

Ég mátti pent reyna að útskýra fyrir henni að við foreldrar hennar höfðum eiginlega ekkert með þetta að gera... veit ekki hvort hún keypti það, því hún svaraði eiginlega bara "hmmm"...
Skilaboð

By the way... Kristjana my darling sys, þetta er ekki hamstur myndin hér til hliðar, þetta er ægilega sætur kisi, soldið dasaður greyið, en ægilega sætur...
Ohhh við erum svo fín :o)

Við hjónin fórum í hádeginu á Zoo.is, settumst í sitthvort sætið og létum fara vel um okkur á meðan dúllað var í hárinu á okkur, ohh við erum svo fín núna, erum að spá hvert við eigum að fara í kvöld til að sýna öllum :o) hehe nei tilefnið er nú að við erum að fara á jólahlaðborð næstu helgi með vinnunni míns heittelskaða og svo eru jólin að fara að koma, og þá á maður víst að vera voðalega fínn svo kötturinn svarti komi ekki og troði manni oní pokann sinn, vona að þetta hárdú dugi fram á jólum, þe að gráu hárin fjölgi sér ekki um of á þessum mánaðartíma...

Nennti ekki í ræktina í morgun :o( og ekki orð um það meir.

Lagið sem er í hlustun í dag er með Yusuf (sem áður hét Cat Stevens) og heitir lagið Heaven/Where true love goes. Vá ekkert smá flott lag. Hvet ykkur til að sækja það á netinu og hlusta, þið verðið ekki svikin.

Hafið það gott yfir helgina og verið góð hvert við annað, hópknús :o) YY

-baulaði Búkolla

16 nóvember 2006

Vei vei

Sé að breytingarnar komu í gegn á meðan ég var á leiðinni heim. Einhverjir eiga eftir að þekkja veðurstelpuna, en sorry, fór í gegnum þær allar og þessi með kisuna var bara flottust... :o/

Annars er ég farin að læra...
-baulaði Búkolla
Fimmtudagur...

Ég held að ég sé komin hingað...
Ég er að reyna að læra á þetta umhverfi, núna til dæmis er ég búin að breyta í templatinu nokkrum atriðum, en þau birtast bara í prewiev glugganum, ekki á blogginu sjálfu. Bíð og sé...

Ég eiginlega gafst upp á hinu blogginu, síðasta bilun gerði endanlega útslagið og kíkti ég inn á þetta á meðan, gerði örfáar breytingar og gaf mér og öðrum bloggpásu á meðan...

Annars er það að frétta að ég er sest á skólabekk tímabundið, en núna fyrir hádegi alla daga til 28 nóv í tryggingarskólanum, jebb mikið gaman, mikið fjör. tek síðan próf þann 29 nóv. og þá verð ég rosa klár :o) síðan eru 3 áfangar eftir jól. Þetta þýðir að núna er þessi skólakusa að læra á kvöldin, lesa og glósa. jebb rosa klár.

-baulaði Búkolla

15 nóvember 2006


Komin hingað ???