23 júní 2007

JónsmessuBlogg



Við fjölskyldan vorum að koma úr góðum göngutúr svona í tilefni þess að það er Jónsmessa. Ótrúlega fallegt og friðsælt úti, sólin skein og fuglarnir spásseruðu alltumkring.
Eins og skáldið sagði:
"Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík"
(ok það er komið sumar///(",)\\\)
Góða Jónsmessunótt elskurnar Eyebrow

21 júní 2007

Ég gæti...

... verið að setja inn myndir af klóakrörinu, kaldavatnsrörinu og rafmagnsinntakinu, en sleppi því þangað til ég hef eitthvað meira bitastætt.

Vinnuskúrinn er klár og hafa fróðir menn lofað sökklum á byggingarstað um miðja næstu viku...

Já sömu sökklarnir og ég hef verið að tala um í mánuð (sjá myndir neðar)

Legg ekki meira á ykkur í bili.


17 júní 2007

Öppdeit, en ekki um bygginguna í þetta sinn...

Það var vaknað snemma á laugardagsmorgni og farið í Mosfellsdalinn eftir rósum, í þetta sinn er vinkona úr vinnunni að fara að gifta sig og enn hlotnast mér sá heiður að fá að gera brúðarvöndinn og í þetta sinn ásamt barmblómum, brúðarmeyjuvendi og kastvendi.
Því var það með gleði í hjarta að vekjarinn var stilltur örlítið fyrr...
...svona miðað við að það er laugardagur Green

Karen Sif fannst nú ekki leiðinlegt að vera að skottast í kringum mig og öll blómin, falleg svona nývöknuð :)



Og þetta er svo brúðarvöndurinn...
Dagurinn var alveg frábær í alla staði, brúðkaupið alveg yndislegt og þau Sylvía og Óskar ljómuðu!!!
Innilega til hamingju krúttin min :)
Kisses

08 júní 2007

Þjöppun.





Jæja það er alltaf verið að undirbúa :) Núna var verið að þjappa lóðina þannig að allt sé slétt og fellt fyrir sökklana... Ég veit - ég veit þið elskið að fá fréttir og myndir :) Meira síðar...(jibbý)

06 júní 2007

Fleiri myndir...





Ég finn alveg hamingjusæluna frá ykkur alla leiðina hingað yfir þessu bloggi :)
En Bóndinn fór í Einingarverksmiðjuna til að kanna stöðuna og tók nokkrar myndir af einingunum OKKAR :)
Sko allt að gerast...
Það er alveg yndislegt að hinir og þessir sem vita að ég er að byggja eru að tala við mig um sumarbústað skáfrænda síns, viðbyggingu afasonarmágkonuömmusinnar og halda í alvörunni að ég sé uppfull af áhuga... Yeah right :)
....(ég er svo sjálfcentruð að ég nenni BARA að tala um mig og mitt hús... SORRÝ) og þið fáið að þjást fyrir það... múahahahahaha....hmmm

03 júní 2007

Þrjú tonn af sandi


... Neee það er voðalega lítið að gerast á lóðinni.

Það komu nokkur hlöss af möl ofan í grunninn til að setja sökklana ofan á.

Sökklarnir eru í smíðum í verksmiðjunni og koma vonandi í þessari viku.

Við fengum forláta eldhúsborð frá Sverri og Auði til að punta í vinnuskúrnum okkar og eru nú þar tveir stólar og borð, alltaðkoma! HEY já og motta við dyrnar, ekki gleyma henni :)

Klósettið er allt í mold og sandi af því að það fauk inn um ristina á veggnum, það sem sagt sleppur eitthvað inn, en fer voða lítið út í augnablikinu.

Legg ekki meira á ykkur í bili...