17 febrúar 2008

Það er alltaf nóg að gera...

Áður en hægt er að setja gluggana í þá verður að sjóða vinkla á súlurnar :)
hér er meistarinn/bóndinn/prinsinn (allt sami maðurinn MINN) að bera sig mjög svo faglega að verkinu og sýnir hér undirsuðu og yfirsuðu...
Mér finnst hann flottur!
Úúú jee Allir eru nýttir í hin ýmsu verk, aldnir sem ungir... hér mokar tengdapabbi vatninu afar faglega, því út skal það... eða var það inn?
En hún sópaði eins og herforingi! (muniði eftir mokstursmyndunum?)
:) duglega stelpan okkar!

13 febrúar 2008

Þak yfir höfuð... tjekk!



Jæja þá hékk veðrið loksins okkar megin nógu lengi til þess að okkar menn droppuðu við og skelltu nokkrum tonnum af steypu á þakið hjá okkur, þannig að nú er það "official" við erum komin með þak yfir höfuðið :) skál kæru félagar!

10 febrúar 2008

We are back... góðir hálsar.

Flott view :) Grafarholtið til vinstri og bærinn framundann.
Töff mynd tekin snemma einn morgun eftir óvænt rok,,, eða var það ekki svo óvænt?
Og hér er bara vaðið uppá þak og verið voðalega stór kall
"Im on the top of the world looking down on creation"
Það er sem sagt verið að bíða eftir að það verði nægileg þýða og kannski ekki rok og snjór og rigning og allt það til þess að hægt sé að steypa þakið! djísús þetta veður...
Sætar stelpur!
Hvar er Karen?
En ég meina það er samt allt að gerast, um leið og það lygnir þá eru allir menn klárir í bátana og
hér er verið að grafa fyrir heimlögnunum, kalt og heitt vatn komið á í kofanum. Og þarna var verið að setja upp súlur fyrir húsmóðurina, nei fyrir stóru gluggana, ég fæ víst ekki að nota þessar súlur! nema fyrir glugga ok.
Og verði ljós... í bílskúrnum!
Annars sást til okkur fjórmenninganna niður í kjallaranum í kringum eina ljósaperu og dáðumst af verki rússana (ergó rússneskar perur komnar hér og þar) en húsið er ekki fokhelt?
Afsakið kæru lesEndur að við höfum ekki verið nægilega dugleg við að henda inn myndum hér á síðuna okkar, en þessa leti má skrifa alfarið á húsmóðurina og má hún skammast sín...
Heyrði eitthvað útundan mér að fólk væri orðið leitt á áramóta myndinni, enda hefur hún verið aldeilis lengi, það er komin ein framtönn og allt! lofa að láta heyra í okkur fyrr næst.
Blessjú :)