23 nóvember 2006

-Fimmtudagur

Ég er greinilega að fá heil-mikla útrás fyrir skriftarræpuna með því að bloggrónast á annarra bloggara síðum að ég finn enga þörf hjá mér til að blogga sjálf. Gef alveg fúslega upp hvar ég er að rónast þetta, en það eru náttúrulegar slóðar á þær síður hér til hliðar...og þaðan rónast ég stundum yfir á aðrar síður.

Dóra er að fara í próf á morgun, auðvitað próf. Veit að það á eftir að ganga vel hjá henni, var að reka hana inn að lesa... ég sjálfið ætla að reyna að klóra mér eitthvað í bókinni og vátryggingarlögunum, var í skaðabótarlögunum í dag... þetta er frumskógur, en ég fann lagið (eintala frá lögunum) sem segir að gemsinn hennar Dóru hefði verið bættur úr innbúskaskótryggingu okkar, ekki ábyrgðartryggingu móður minnar ef hann hefði kostað meira en eigináhættan... Halló ekki sofna !! jebb það eru til lög við öllu... á morgun eru það lögin sem reikna út iðgjöldin...

Nú er lag að hætta

-baulaði Búkolla

3 ummæli:

Anna Kristjánsdóttir sagði...

Maður ber skaðabótaábyrgð á tjóni sem hann veldur með saknæmum og ólögmætum hætti, enda sé tjónið sennilega afleiðing *geisp* af hagsmunum hans og raski hagsmunum sem verndaðir eru með skaðabótareglum. Það er og skilyrði, að sérstakar huglægar afsökunarástæður eigi ekki við um tjónvald, svo sem æska eða skortur á ....zzzzzzzzzzzzzzz

Anna Kristjánsdóttir sagði...

Það átti víst að standa hegðun en ekki hagsmunum fremst í fjórðu línu ofan frá, en svona er að dotta í miðjum lestri.

Búkolla sagði...

:oD það þarf ekki að hafa fleiri orð um það :oD