-Föstudagur
Jæja ég er löngu búin að breytast í grasker þannig að þessi færsla verður pínu mikið rugl... þannig eru grasker...Við horfðum á X-faktor, þetta er nú meiri skemmtunin og verður gaman að fylgjast með þessum verðandi og orðnandi (nýyrði) hæfileikum :o) Ég aftur á móti er og verð og hef alltaf verið aðdáandi Palla, já alveg frá því að ég var bara 12 skvísa og hann Palli ungur og ekki ennþá kominn útúr skápnum, þá kom hann Palli í Breiðholtsskóla, söng og bræddi þar með mörg hjörtun...(ohhh stuna)
Síðan ég hætti að stynja yfir Palla í kvöld þá hef ég verið á vefnum hjá Ikea að hanna eldhúsið okkar verðandi, ekki orðnandi ennþá. Þá dettur mér í hug þessi saga...Fyrir ca 100 árum þegar ég bjó í Danmörku þá eyddi ég dag og nótt og örugglega tveimur vikum af mínu lífi og teiknaði og teiknaði, ætlaði sko að rúlla inní arkitektaskólann þar í landi, já mín ætlaði að verða innanhúsarkitekt. Ég sendi frábæru teikningarnar mínar af stað til Danmarks Design skole og svo bara beið ég eftir því að þeir myndu koma og sækja þennan frábæra talent sem þarna var kominn alla leið frá Íslandinu góða... hversu fljót var ég að detta framúr og á gólfið þegar ég fékk loks bréfið sem tjáði mér að "nej tak ikke denne omgang" lauslega þýtt "vertu ekkert að prófa aftur haltu bara áfram að syngja í sturtunni..." æji ekki alveg svo gróft, en samt mikið rosalega var ég hissa... nema hvað (þið sem þekkið mig núna vitið hvað ég get vaðið úr einu í annað) ég var ss að teikna "drauma"eldhúsið... það er langt í land, en þessi vefur getur nú mann lifandi deytt, segi ekki meir.
-baulaði Búkolla
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég skil nú bara ekkert í þessu að þeir skyldu dirfast að hafna þér í arkítektaskólanum
Skrifa ummæli