20 nóvember 2006

Mánudagur.

Ég hafði lúmskt gaman af að fylgjast með einum ökumanni á leiðinni heim í dag. Það byrjaði með því að hann var næstum farinn inn í hliðina á mér á Miklubrautinni þegar hann tróð sér inn á brautina, æji honum lá frekar mikið á, sendi honum svona "aumingja þú" augnaráð og ætlaði svo ekki að láta hann fara í taugarnar á mér meir. Hann tók síðan fram úr mér og ég hélt að ég sæji hann ekki meir. jú svo alltíeinu tekur hann aftur fram úr mér, ég var á mjög löglegum hraða, en hann var ss að flýta sér. Ok hugsaði ég aftur, hann sé ég ekki meir. Nei heyrðu mig nú, í Ártúnsbrekkunni var hann aftur mættur til að taka fram úr mér, einhvernveginn þá klaufaðist hann til að vera alltaf fyrir aftan mig, þannig að sami bíllinn tók fram úr mér þrisvar sinnum, og svo fór hann í Árbæjinn. Hann var nefnilega að flýta sér. Ég veit að þetta var sami bíllinn, hann var nefnilega klesstur að framan, hefur líklega verið að flýta sér þá líka... Það eru svo margir sem eru að flýta sér, takandi fram úr til að lenda síðan rétt við hliðina á manni stuttu síðar... vonlaust lið :o/

Það er búið að sundurgrafa alla hóla hér í lóðinni, engu líkara að jarðíkornar séu um alla lóð. Þið sem farið hér um, farið varlega, þið gætuð lent inni snjóholu... stelpurnar mínar eru mjög iðnar með skóflur hér fyrir utan.

Jæja ég er að fara að læra, og svo er það Greys anatomy í kvöld...

-baulaði Búkolla

Engin ummæli: