18 nóvember 2006

Ohhh við erum svo fín :o)

Við hjónin fórum í hádeginu á Zoo.is, settumst í sitthvort sætið og létum fara vel um okkur á meðan dúllað var í hárinu á okkur, ohh við erum svo fín núna, erum að spá hvert við eigum að fara í kvöld til að sýna öllum :o) hehe nei tilefnið er nú að við erum að fara á jólahlaðborð næstu helgi með vinnunni míns heittelskaða og svo eru jólin að fara að koma, og þá á maður víst að vera voðalega fínn svo kötturinn svarti komi ekki og troði manni oní pokann sinn, vona að þetta hárdú dugi fram á jólum, þe að gráu hárin fjölgi sér ekki um of á þessum mánaðartíma...

Nennti ekki í ræktina í morgun :o( og ekki orð um það meir.

Lagið sem er í hlustun í dag er með Yusuf (sem áður hét Cat Stevens) og heitir lagið Heaven/Where true love goes. Vá ekkert smá flott lag. Hvet ykkur til að sækja það á netinu og hlusta, þið verðið ekki svikin.

Hafið það gott yfir helgina og verið góð hvert við annað, hópknús :o) YY

-baulaði Búkolla

Engin ummæli: