21 nóvember 2006


Þriðjudagur.

Jæja fór í ræktina eftir vinnu í dag, sem þýðir að þá er ég að koma heim miklu seinna en vanalega, fékk mér búst á leiðinni heim, verslaði smá mjólk og brauð og er núna að fara að læra,
-já eins gott að maður geri það. Vinalegi kennarinn frá Fjármálaeftirlitinu var ekki svo vinalegur þegar hann fattaði hvað við vorum ferlega léleg í að kunna lögin og
reglugerðirnar um eftirlit FME á fjármálamarkaðnum. Hann sleppti sér alveg og öskraði og froðufelldi, tók okkur síðan eitt og eitt og rassskellti okkur á berann bossann.Ég sat og reyndi að láta fara lítið fyrir mér, hinir sem var búið að rassskella, þeir stóðu það sem eftir var af tímanum. Jæja við lærðum og lærðum um lögin sem vátryggingarmiðlarar og umboðsmenn og framkvæmdastjórar og forstjórar eiga að kunna, ég er ekkert af þessari upptalningu, en ég stefni hátt ;o) líklega... Ég tek sko ekki sénsinn að kennarinn á morgun verði góð við okkur, ég er sko farin að læra...

-baulaði Búkolla

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha Talandi um ræktia og búst ... minnti mig skyndilega á mína fyrstu ferð í ræktina og fyrsta bústið :-) Við munum nú báðar eftir því... og þá var ekki aftur snúið ;-)Átt mikinn heiður af hraustleika mínum (ef hraustleika skildi kalla)

koss og knús, og haltu áfram að vera duglegust í heimi.

kv. Berglind

Búkolla sagði...

Gaman að því að ég einmitt hugsaði um þennan tíma þegar þú steigst þitt fyrsta spor :o) og drakkst þinn fyrsta drykk :o) og ég fékk heiðurinn að leiða þig inn í þennan heim. Þegar ég reyndi að tala við þig og það var alveg vonlaust, því þú varst svo sauðdrukkin af gleði, hahaha ógleymanlegt. Takk fyrir mig, ég er bara að reyna eins og venjulega að vera jafn flott og þú. múss múss. Kv. Maja