26 nóvember 2006

-Sunnudagur, sjálfhverf kusa...

Dagurinn í gær fór í próflestur.
Stelpunum skutlað til ömmu og afa og bara lesið útí eitt...Þangað til við hjónin klæddum okkur upp og fórum á jólahlaðborð á Nordica, maturinn alveg ágætur, vinnufélagar spúsans míns sem voru með okkur flott og skemmtileg, en mér leið eins og nautgrip þegar ég gekk inn í salinn, troðfullt af fólki sem ég þekki ekki neitt, fyrir utan mína elskulegu systur og hennar spúsa sem voru þar með vinnufélögum spúsans,,, flókið ? nema hvað, við leidd til borðs/á okkar bás og svo bara standa í röð eftir matnum okkar, það á voðalega ílla við mig, ég er of mikið lúxusdýr, vil láta þjóna mér til borðs... músíkin alveg ágæt, einhverjir óþekktir sem stóðu sig ágætlega í undirspili, undirspil er lykilorð hér, þvi þetta fjallar bara um að fara í röð og ná sér í mat, sitja og borða og standa í röð eftir meiri mat og sitja og borða og svo aftur standa í röð, sitja og borða, og inn á milli munnbita jú spjalla við sessunauta... KáKá og Ellen komu líka til að spila, en KáKá vildi athygli, við áttum að hætta að tala og horfa á hann, það var til of mikils mælt af minni hálfu, enda var þarna komin til að spjalla á milli þess sem ég tuggði matinn minn og þó ég sé kona þá get ég ekki allt þetta, tuggið, talað og haft athyglina á KáKá. Við fórum heim fyrir miðnætti.

Dagurinn í dag fór í próflestur, algjörlega ! og kvöldið fer í próflestur, algjörlega. Prófið verður á miðvikudaginn og þar sem þessi kusa hefur ekki verið á skólabekk lengi er hún algjörlega sjálfhverf, einhverf og bara hverf þessa dagana... hugsa bara um þetta próf og ekkert annað.

Hlakka til þegar miðvikudagurinn er búinn !

Núna er hún Karen að dansa fyrir okkur :o)
-baulaði Búkolla

4 ummæli:

Anna Kristjánsdóttir sagði...

Þetta hefur þó vonandi verið betra en væntanlegt jólahlaðborð á deildinni okkar. Það á að halda í einhverjum sumarbústað í Elliðaárdal þar sem drukkinn verður bjór úr bauk og etinn matur frá Grillvagninum. Ég nenni ekki að mæta. Fer frekar á Bæjarins bestu og Næstabar á eftir.

Gangi þér vel í prófinu.

Nafnlaus sagði...

Mig langar á jólahlaðborð :/

Gangi þér vel í prófinu :o)

Nafnlaus sagði...

stendur þig vel í skólanum kona ;) gangi þér vel =)

Nafnlaus sagði...

Engin pressa Maja mín en það er MJÖG langt síðan einhver hefur dúxað frá okkur í þessu. Þú verður að bæta út því en samt engin pressa sko.