18 nóvember 2006

Verð að deila þessu með ykkur...

Hún Karen mín (5 ára) er mikið að spá þessa dagana í Jesú og Guð, miklar pælingar í gangi, nema hvað að yfir seríósinu í morgun segir hún alltíeinu...

"mamma af hverju krossfestuð þið Jesú svona snemma ? Ég fékk aldrei að sjá hann ?"

Ég mátti pent reyna að útskýra fyrir henni að við foreldrar hennar höfðum eiginlega ekkert með þetta að gera... veit ekki hvort hún keypti það, því hún svaraði eiginlega bara "hmmm"...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ kæra mágkona. Það eru bara gáfuð börn sem geta komið með svona hugleiðingar. Ég held að þú ættir að vísa þessari spurningu áfram til starfsfólks sunnudagaskólans. Það væri gaman að vita hvaða svar þessi elska fær.
Knús Birna