Ég er að breyta... ef að bloggið mitt er skrítið þá er það vegna þess að ég er að breyta á því. Svona er nefnilega dæmigerður tvíburi, alltaf að leita að einhverju nýju til að gera dæmið aðeins flóknara... búin að uppgreita fyrir nokkru síðan, en þá er því ekki alveg lokið, nei það er hægt að gera eitthvað aðeins meira og ég verð að prófa það... vona bara að allt fari ekki til (ritskoðað)
Annað... verð að koma þessu frá mér, hvað gerðist með bikarinn sem íþróttamaður ársins þurfti að burðast með af sviðinu, hver bar hvern ? jeminn eini, þetta minnti mig á leikgrind !
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Sæl og takk fyrir jólakveðjuna. Sammála með þennan bikar. Við vorum einmitt að spá í það hér hvort ætlast væri til að þetta væri haft úti í garði, ekki getur nokkur maður haft þetta inni í stofu uppi á hillu.
Eigðu góð áramót.
Skrifa ummæli