Vá - hann var hreint yndislegur :o)
Byrjaði á að ég fór til bóndans Gísla á Dalsgarði Mosfellsdal og keypti af honum rósir. Skemmtilegt að fara svona til bóndans, fullt af fallegum rósum og eitthvað svo kósí, ekki í síðasta sinn sem ég heimsæki hann :o)
Verslað sitt lítið af hvurju fyrir næstu daga og svo heim... gera brúðarvöndinn fyrir Bryndísi og barmblómið fyrir Ástþór, baða stelpurnar og gera okkur öll sæt og fín og tilbúin í brúðkaup ársins. Það er nú alltaf gaman að gera skreytingar og brúðarvendi og annað blómatengt, en ennþá skemmtilegra að gera brúðarvönd fyrir einhvern sem maður þekkir, það er alveg spes :o)
Brúðkaupið var síðan kl 17:30, alveg frábær presturinn hann Bjarni í Laugarneskirkju, þar fékk ég heiðurinn að sitja með honum Þór, afskaplega fallegur drengur og svo góður og rólegur og kátur. Þetta var bara ekkert mál. Athöfnin var svo ótrúlega falleg, og presturinn talaði svo fallega til þeirra og Þórs "sem sat hjá ástvini á þriðja bekk" Alveg þriggja vasaklúta móment. (ég notaði tau-bleyjuna hans Þórs)
Veislan haldin í Skólabæ á Suðurgötunni, verulega huggulegt, en við dvöldum nú ekki lengi því mál var að fara með Þór litla heim, eftir smá rúnt í bænum, tókum pínu vitlausa stefnu heim til þeirra og enduðum í miðbænum hele familien, fórum alveg í rúnt gírinn, rúlluðum niður rúðunni og görguðum útum gluggann á þessa sem voru fótgangandi "fáðu þér bíl ræfill" svaka stemmning hahaha...
Fundum síðan litla húsið þeirra á Bragagötunni eftir nokkra hringi, sko við vissum alveg hvar þau eiga heima, en vorum bara að taka því rólega hann Þór svaf svo sætt... en við keyrðum alltaf fram hjá Eldsmiðjunni að það varð að enda með því að þegar við vorum komin í hús þá skaust ég út til að ná í eina svona eldbakaða, maður má bara til. Þau búa svo sætt, Karen var alveg heilluð, "það er allt svo lítið hérna, lítið hús, lítið sjónvarp og lítið rusl..."
Jæja við erum svo komin heim, kristjana sys komin til að leysa okkur af og taka við næturvaktinni.
Svona leið nú dagurinn hjá okkur í dag... einnig má finna lýsingu á deginum á bloggsíðu Dóru dóttur minnar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég ólst upp í nágrenni við Gísla í Dalsgarði, en systir hans (Signý fædd 1951) og ég vorum í sama bekk í barnaskóla. Gísli er yngstur átta systkina fæddur 1958, en Fróði er elstur fæddur 1945
Skrifa ummæli