Af hverju er þetta talið jólalegt ? Hvað hefur amerískur jólasveinn við stýrið á flutningabíl Kókakóla að gera með íslensk jól ? Komumst við í ”rétta” andann við að horfa á bílana keyra eða við að drekka kók ? Við stelpurnar duttum í jólalestina í fyrra, vorum eitthvað að keyra og sáum fullt fullt af fólki standa og bíða... við urðum forvitnar og ákvaðum að stoppa og bíða líka... vissum ekki alveg eftir hverju og þegar það birtist litum við hvor aðra og sögðum ”er þetta það?”
Mér finnst malt og appelsín miklu meira jólalegt !
Annað, af hverju er svart í tísku ? ég meina svartar jólakúlur og svört jólatré úr fiðri ? og svartar lengjur og svört kerti í svörtum skreytingum? Hvað er að gerast ? Er ekki nógu dimmt fyrir okkur í skammdeginu að við verðum aðeins að bæta á það með aðeins meira svörtu ? Hvað hefur svart með jólin að gera ? (Annað en að jólakötturinn er svartur, mér finnst að hann eigi að hafa einkaleyfi á litnum...)
Ég gerði skreytingu í gær, með gylltum kúlum og greni og hvítum stjörnum, er ég þá ekki í tísku ?
Er ég að verða voðalega gömul ?
Mér finnst malt og appelsín miklu meira jólalegt !

Annað, af hverju er svart í tísku ? ég meina svartar jólakúlur og svört jólatré úr fiðri ? og svartar lengjur og svört kerti í svörtum skreytingum? Hvað er að gerast ? Er ekki nógu dimmt fyrir okkur í skammdeginu að við verðum aðeins að bæta á það með aðeins meira svörtu ? Hvað hefur svart með jólin að gera ? (Annað en að jólakötturinn er svartur, mér finnst að hann eigi að hafa einkaleyfi á litnum...)
Ég gerði skreytingu í gær, með gylltum kúlum og greni og hvítum stjörnum, er ég þá ekki í tísku ?

Er ég að verða voðalega gömul ?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli