Jæja smá lífsmark frá mér,
Síðustu dagar hafa farið í að standa við áramótaheitin mín og hvað gerir maður þá ? jú les nokkrar blaðsíður í bókinni um leyndarmál Heimsins... dugleg stelpa :oÞ
Já og tók áskorun sem birtist í Sjóvá... þorir þú ?
Boot Camp í fimm vikur klukkan 06:30 á þriðjud. og fimmtud. Púúl... byrjum á þriðjudaginn, mæling í fyrramálið (fitu og ummáli) jeminn eini... þið fáið örugglega að fylgjast með! Það eru ss um 17 starfsmenn sem ætla að koma sér í form með því að hlaupa stiga og hamast í bílageymslunni, þvílíkt stuð !!! hlakka mikið til, já ég hlýt að vera biluð.
Síðan á að taka á því huglega líka, erum í framlínunni að byrja á Dale Carnegie námskeiði sem verður á mánudagskvöldum næstu 10 vikur... eða Deil Kannekki eins og Dóra mín sagði... (ha mamma ertu að fara á deil kannekki?) Hef áður farið á slíkt námskeið og bind því miklar vonir við þetta núna, veit hverju ég á von á, en er spennt að sjá hvernig þetta verður sett upp.
Stórskemmtileg keila í gærkvöldi, unnum alla þrjá leikina Gó Sjóvá :)
Í morgun var hringt frá leikskólanum,,, Karen Sif var að hlaupa, skallaði vinkonu og önnur framtönnin er laus, fengum tíma hjá tannlækni, allt virðist í lagi, en fylgjast með næstu dögum, óheppin litla skvísan :(
Sonur fyrrum samstarfsfélaga hjá Eimskip og bróðir skólasystur Dóru okkar dó í fyrradag, hann Jón Ævar Ármannsson. Síðan á aðfangadag höfum við fylgst með líðan hans og hugsað til þeirra daglega á þessum erfiðu tímum, felldum tár í samúð.
Svona liðu dagarnir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Svo máttu alveg hlaupa með okkur á fjall um næstu helgi ef veður leyfir. Það verður létt fjall, Grímmannsfellið. Það blasir við í austri þegar þú ekur austur Mosfellsdalinn að kaupa þér blóm hjá honum Gísla
Takk fyrir mjög gott boð, held samt að ég byrji á stigahlaupi áður en ég vinn mig uppí fjallahlaup ;)
Skila kveðju til Sigga.
Skrifa ummæli