17 maí 2007

Tíminn


Sex ára skottinu mínu finnst stundum tíminn vera soldið lengi að líða og tímaskynið hennar getur verið mjög skemmtilegt...
Dæmi:
Hún: Mamma hvað er klukkan núna ? (ég: Hún er hálf fimm.)
Hún: Veistu sko ég er búin að bíða og bíða... það er búið kastljós og táknmálsfréttir og allt, en það kemur ekki barnatíminn, þetta er búið að vera í tuttugu mínutur og ég er leið á því að bíða... ég er alveg búin að bíða í HÁLFA MÍNUTU !!!
Annað dæmi:
Hey mamma ég fann hitamælinn... ég var búin að leita og leita, hafði ekki séð hann í ÞRJÁ MÁNUÐI !!!
Svo eitt gott í lokin... kom að henni að telja...fimmtíu og sjö - fímmtíu og átta... (ég: hvað ætlaru að telja uppá mikið ?) hún: Hundrað ! (ég: af hverju ?) Hún: AF ÞVÍ AÐ ÉG KANN ÞAÐ !!!

Engin ummæli: