03 júní 2007

Þrjú tonn af sandi


... Neee það er voðalega lítið að gerast á lóðinni.

Það komu nokkur hlöss af möl ofan í grunninn til að setja sökklana ofan á.

Sökklarnir eru í smíðum í verksmiðjunni og koma vonandi í þessari viku.

Við fengum forláta eldhúsborð frá Sverri og Auði til að punta í vinnuskúrnum okkar og eru nú þar tveir stólar og borð, alltaðkoma! HEY já og motta við dyrnar, ekki gleyma henni :)

Klósettið er allt í mold og sandi af því að það fauk inn um ristina á veggnum, það sem sagt sleppur eitthvað inn, en fer voða lítið út í augnablikinu.

Legg ekki meira á ykkur í bili...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég verð svoooo þreytt að lesa svona byggja-hús-og-puða blogg. Gott samt að einhver nennir að byggja hús, annars byggi ég í tjaldi. Knús á sunnudagskveldi. Heyrumst ;)

Búkolla sagði...

Eeelskan mín... ég geri minnst í augnablikinu og þannig verður það í allt sumar...;)

Nafnlaus sagði...

vona að þetta gangi vel, sjálf myndi ég frekar búa í tjaldi en að byggja hús (leti leti leti);)