Það var vaknað snemma á laugardagsmorgni og farið í Mosfellsdalinn eftir rósum, í þetta sinn er vinkona úr vinnunni að fara að gifta sig og enn hlotnast mér sá heiður að fá að gera brúðarvöndinn og í þetta sinn ásamt barmblómum, brúðarmeyjuvendi og kastvendi.
Því var það með gleði í hjarta að vekjarinn var stilltur örlítið fyrr...
Því var það með gleði í hjarta að vekjarinn var stilltur örlítið fyrr...
...svona miðað við að það er laugardagur 
Karen Sif fannst nú ekki leiðinlegt að vera að skottast í kringum mig og öll blómin, falleg svona nývöknuð :)

Karen Sif fannst nú ekki leiðinlegt að vera að skottast í kringum mig og öll blómin, falleg svona nývöknuð :)
Og þetta er svo brúðarvöndurinn...
Innilega til hamingju krúttin min :)
5 ummæli:
VÁ vá vááááá, Maja!! Geggjaður vöndur!!! Þú ert listakona!! Skilaðu endilega kveðju til Sylvíu frá mér ... en gaman að þessu öllu saman! Og já, stelpan þín er algjör krúttulína :)
Svakalega eru þessar róisir eitthvað Gíslalegar frá Dalsgarði. Meðan ég man. Signý systir hans var bekkjarsystir mín í barnaskóla :)
en fallegur vöndur, ótrúlega ertu flink:)
Takk elskurnar :) Það er alltaf gaman að fara í Mosfellsdalinn eftir fallegum rósum ;)
Hæ hæ, ég ákvað að kíkja inn á bloggið til að sjá hvernig gengi með húsið og rakst á þessa færslu. Þetta er FALLEGASTI brúðarvöndur sem ég hef séð og var ég sú heppna að fá að ganga með hann upp að altarinu:) Takk enn og aftur elsku Mæja fyrir alla hjálpina. Þú ert gull af konu.
Kveðja Sylvía
Skrifa ummæli