01 júlí 2007

Og ég beið og ég beið og ég beið

Sökklarnir ekki komnir... en það er ekki öll nótt úti enn... morgundagurinn bíður frískur handan við hornið og ekkert annað en að taka honum fagnandi með öllu því sem honum fylgir... sökklum eður ei...

Þessi helgi hefur bara verið góð, þrátt fyrir nokkurn söknuð, en eldri dóttirin er núna í Ölver og verður þar í viku, já mamman saknar hennar örugglega meira en hún saknar okkar, en veit að hún hefur það svakalega gott og hlakka bara til að fá hana heim aftur stútfulla af nýjum ævintýrum.

En kommon sólin maður... LOVELY Tanny

og rigningin núna... aldeilis góð fyrir gróðurinn !

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott síða hjá þér, dúlla! Takk fyrir linkinn á hana, knús að norðan!

Nafnlaus sagði...

Segi eins og Doddi .... Nóg ad gerast í bygg.bransanum og prinsessan ekki vid! Zekki svona söknud á medan ungarnir skemmta sér hid besta, mömmu-mús ....

Búkolla sagði...

Bara gaman að sjá ykkur hér, þið eruð ávallt velkomin :)