08 ágúst 2007

Show must go on...

Það kom nú töluverð pása í þetta alltsaman vegna sumarfría á öllum vígsstöðvum, en núna eru þeir mættir galvaskir bræðurnir Gísli, Eiríkur og Helgi og ætla að reisa einhverja veggi á næstu dögum, fylgist spennt með.

Hér er búið að setja niður litla sæta kassa sem verða undirstöður fyrir háu sökkuleiningarnar, þetta er sem sagt norðanmeginn í húsinu, hitt sem við vorum að slétta og svoleiðis það er bara helmingurinn...

Þetta er sem sagt svona óuppfyllt rými...

Og hér biðu þeir bræður eftir að steypan kæmi niður úr þessum rana... þetta er svona eins og að hella úr fötu í fingurbjörg... ætli þeir hitti í hjólbörurnar ???

hef smá áhyggjur, en sem betur fer áttuðu þeir sig og færðu steypubílinn aðeins...

Hmmmm... ok... ég er samt viss um þeim takist þetta, hef fulla trú á strákunum...

Meira síðar.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hef ekki sagt mikið hérna lengi, en segi hreinlega: þetta gengur og verður frábært býli hjá ykkur ...

... alveg örugglega enginn undir steypunni??? :-)

Búkolla sagði...

Já þú segir nokkuð... við höfum reyndar ekki séð þá bræður síðan, spurning um að fara að moka...hmmm