Næsta hæð! hvet ykkur til að smella á myndirnar til að stækka þær!
Jæja óhætt er að segja að eitthvað sé að gerast ... hér er verið að undirbúa að næsta hæð geti risið og svokallaðar fíligran plötur lagðar. Síðan koma veggir og svo verður steypt gólf og þá? Tjahh ...
Taktu hár úr hala mínum og leggðu það á jörðina. Legg ég á og mæli að úr því verði svo stórt parhús í Úlfarsfelli að engin komist yfir nema fuglinn fljúgandi!
1 ummæli:
Fyrst kemur spýta og svo kemur spýta og svo kemur spýta í kross.
Smám saman teygir húsið sig upp í himininn og svo verður Himnaríki væntanlega á sjöundu hæð :)
Gangi þér vel að byggja :)
Skrifa ummæli