
Bridge over troubled water ...
það er ekki ennþá búið að moka að húsinu, enda eftir að steypa gólfið og leggja drenið í kringum húsið ...
Bóndinn spurði pólverjana okkar í gær
"when are you gonna ... steypa?" (já þeir skilja orðið steypa)
það lá ekki á svari ... "tomorrow" ...

Þeim er alvara með þetta að járnabinda.

Ég meina það, hafið þið séð annað eins? Þetta ætti að halda, myndi ég halda!

Og svo að lokum þessi sem er vatnið og rafmagnið inní bílskúrnum...
kræst hvert fer hvað og hvernig?
Lifið heil :)
3 ummæli:
Það er flott að sjá allt þetta járn hjá ykkur. Þetta hlýtur að halda eitthvað.
Kveðja frá Down Under
Stjáni
Ég held að hann bóndi þinn hafi misskilið Pólverjana eitthvað. Þegar ég var að sigla þarna austureftir til Póllands og gamla Sovétsins var alltaf gamla sagan þegar þeir voru um tímasetningar:
"Maybe tomorrow"
Uss Anna, þetta er alveg rétt hjá þér, bóndinn var að koma frá Pólverjunum, innti þá eftir steypunni og fékk líka þetta flotta "Maybe tomorrow"
Skrifa ummæli