

Í fréttum er þetta helst...
Fjölskylda í Grafarvogi ákvað að taka veðrið í nefið og fara út til að kaupa snjóbuxur á elstu dótturina, enda alveg vonlaust að vita af henni rennblautri í snjó og slyddu... Klæddi því fjölskyldan sig upp og gekk af stað, endastöðin var Spöngin og höfðu allir meðlimir fjölskyldunnar jafn gaman af því að arka snjóskafla og berjast á móti veðrinu. Engin fauk þó útí veður og vind, en mátti ekki miklu muna að yngsti meðlimur fjölskyldunnar hefði glatast, en var hún sett á snjóþotu yfir verstu hrinurnar og dregin.
Allir komust þó heim heilir á húfi, og voru afskaplega fegnir að vera á tveimur jafnfljótum þegar gengið var fram hjá litlum bílum sem sátu fastir í snjónum...var haldið uppá ferðina með heitum kanilsnúðum og malti handa þeim sem eru í yngri kantinum, en kaffi handa eldri meðlimum.
Vona að myndirnar komi fram...
-baulaði Búkolla
6 ummæli:
Ég vel veðurguði Svíþjóðar.
Knús Birna
Heyrðu, ég er líka tækniteiknari af gamla skólanum. Takk fyrir afmæliskveðjuna.
Hvar fannstu þennan snjó?
Það er svo skrítið með þenna snjó, hann kom bara af himnum ofan og safnaði sér saman í hrúgur :o) ekki sól hér eins og í Toronto...
Sorry Torínó :o)
Gaman að sjá Lötu Grétu í heimsókn, velkomin :o) Tækniteiknun Iðnskólinn í Rvk seint á síðustu öld 1989, en þú? :o) Kv. Maja
Skrifa ummæli