Ákalla hér hinn mikla blogganda, minn hefur yfirgefið mig, vonandi tímabundið, en auglýsi ég hér með eftir nýjum... má vera létt notaður, en þá verður hann að vera öfga skemmtilegur. Muna að ég er bara 35% normal, en 60% skrítin, æji já auglýsi líka í leiðinni eftir 5%... kannski að þau hafi farið með hinum mikla blogganda...
Það er ekkert að gerast, sem er soldið skondin setning, því að það er allt að gerast. Jólin kommon... fór í gær til tengdapabba í bílskúrinn og gerði 5 leiðisgreinar fyrir hann og okkur, því ein fer jú á leiði tengdamömmu. Þetta eru þá þriðju jólin án hennar... alltaf jafn skrítið að hugsa til þess, en tengdapabbi verður aftur hjá okkur þá um jólin og er það bara ánægjulegt :o)
Fann loksins hina fullkomnu gjöf fyrir Karen okkar... Bleikur Henson galli merktu Sollu Stirðu, já já ægileg markaðssetning hjá Magga Skeving, en þetta virkar, mín er mikill aðdáandi Sollu Stirðu og vill allt gera eins og hún, bæði vera liðug og borða fullt af grænmeti, eða íþróttanammi eins og hún kallar það. Þannig að ég veit að hún verður alsæl með æfingargalla eins og Solla Stirða á :o)
Sko ef að ykkur leiðist lesturinn þá verðið þið kæru lesendur bara að hjálpa mér að leita að bloggandanum, mér leiðist alveg jafnmikið og ykkur að þurfa að vera svona leiðinleg. Hann er hávaxin, sterklega byggður, ljós yfirlitum og með afbrigðum fríður, svona eiginlega eins og Herkúles...
ps. ef þú ert að lesa Bryndís mín þá er ég ekki að tapa glórunni og get alveg passað Þór...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Blesi ánægður yfir að Búkolla hans sé orðinn hress, hafði miklar áhyggur af líðan hennar, Svo nú er bara að líta yfir farinn veg, og átta sig á því að ýmsar hjálparbækur eru til vegna ritlistar og hægt að rýna í ýmis ljóð og finna hvernig bloggandinn komi inn svona smátt og smátt, þó að það sé ekki fyrr en eftir áramót.
iss, bloggandinn lætur örugglega sjá sig með heilögum anda (er ekki öruggleg von á honum um jólin) og ef hann klikkar þá getur þú alltaf leitað til vínandans.
xxBryndís
Getur ekki einhver þessara jólasveina fært þér bloggandann í skóinn?
Annars var ég að leita að bílastæði hjá þér í dag og þegar ég loksins fann eitt, veifaði ég eins og vitleysingur upp í gluggana hjá þér áður en ég hvarf inn í musterið hinum megin við götuna. Veifaði svo aftur klukkutíma seinna er ég kom út hlaðin pinklum.
Tíhíhíhí :o) alveg yndislegar allar þrjár... alveg yndislegar.
þó að konur séu fjölhæfar þá eru takmörf fyrir öllu. Bloggandinn kemur þegar mesta jólastressið er búið.
Knús og jólakveðjur
Birna
Skrifa ummæli