Þorláksmessa... nei við fórum ekki í bæinn. Fórum þess í stað til tengdapabba og hóstuðum í okkur saltfisk, sko hann og Lilla frænka hósta við hvern bita af vel kæstri skötunni þannig að við vildum ekki vera minni menn og konur og hóstuðum því saltfisknum í okkur. Höfum verið bisí við að ná skötuilminum úr nefhárunum síðan...
*Búin að versla allt fyrir jólamatinn á morgun og líka hina dagana, eða svotil (slæmt væri að eiga það eftir)
*Búin að pakka gjöfunum inn (og hlæja að jólakattartekstanum á blogginu hennar Gerðu...hahaha)
*Búið að skreyta jólatréð,
*Búið að hengja upp allar seríur, keyptum eina í dag í Glóey :o) hún fór í svefnherbergisgluggann, svona líka gassalega fín (erum við nokkuð of sein að bæta við ljósum ?)
Ég held bara svei mér þá að jólin mega koma með Kertasníki í nótt...
Eeennn... það sem ég vildi sagt hafa er:
Kæru blogglesendur nær og fjær
Óska ykkur öllum Gleðilegra jóla,
megi hamingjan hossa ykkur inn í hátíðina.
Kær jólakveðja, MajaG
*Búin að versla allt fyrir jólamatinn á morgun og líka hina dagana, eða svotil (slæmt væri að eiga það eftir)

*Búin að pakka gjöfunum inn (og hlæja að jólakattartekstanum á blogginu hennar Gerðu...hahaha)
*Búið að skreyta jólatréð,
*Búið að hengja upp allar seríur, keyptum eina í dag í Glóey :o) hún fór í svefnherbergisgluggann, svona líka gassalega fín (erum við nokkuð of sein að bæta við ljósum ?)
Ég held bara svei mér þá að jólin mega koma með Kertasníki í nótt...
Eeennn... það sem ég vildi sagt hafa er:
Kæru blogglesendur nær og fjær
Óska ykkur öllum Gleðilegra jóla,
megi hamingjan hossa ykkur inn í hátíðina.
Kær jólakveðja, MajaG

2 ummæli:
Þú átt ekki kött sem hefu týnst við innpakkið ? ;)
Gleðileg jól sömuleiðis til þín og þinna......hafið það sem allra best yfir hátiðirnar :)
Gleðileg jól fallega fölskylda...
kveðja Berglind
Skrifa ummæli