Sko - ég verð nú alltaf frekar föl svona yfir veturinn, bara svona dæmigerður íslendingur, hef aldrei verið neitt sérstaklega dugleg við að nota brúnkukrem og vesen, enda yrði ég örugglega röndótt eins og zebrahestur eða flekkótt og bæri þá Búkollu nafnið með réttu... nema hvað að eftir þessi veikindi í þessari viku er ég frekar fölari en venjulega, þannig að í gær skellti ég á mig svona brúnkuklút í andlitið, ég meina það eru takmörk fyrir hvað maður getur boðið fólki uppá, og held ég að það hafi bara tekist ágætlega, það hefur allavegana enginn baulað á eftir mér...
En aftur að eineltinu, núna rignir yfir mig tilboðum um meðferðir gegn fölheitum. Sko í morgun vann ég á núinu 25% afslátt af ... jú brúnkumeðferð ! og svo núna var ég að fá póst frá femin.is um ... jú brúnkumeðferð !

Hefur einhver sent út fréttaskot og mynd af mér ? vill einhver segja mér eitthvað ? Mér skilst að ég geti farið að taka þessu persónulega...
Er til einhver eineltislögga ?
3 ummæli:
Elskan mín !! Það er enginn, og þá meina ég enginn (nema kannski lík) fölari en ég er. Ég þarf ekki nema að standa undir ljósperu, þá er ég brunnin (smá ýkjur kannski en you get the idea).
Við erum að tala um það, að þegar ég gifti mig þá fór ég í 40, já FJÖRUTÍU ljósatíma, og ég var samt ljósari á húðina heldur en þáverandi sem var að vinna INNI allt sumarið !! Giftum okkur um miðjan júlí btw.
Þannig að ég veit allt um fölleika og álit fólks á honum ;) Ég er alltaf svo lasleg og grá og guggin og blablabla.
Við föla fólkið verðum bara að standa saman :o) hef alltaf átt í stórum vandræðum með að ná einhverjum lit, en finnst þetta vera að skána með aldrinum :o) hehe
Þú ert aldeilis orðin brún :-)
Skrifa ummæli