07 desember 2006

Spurning

-Hvort á uppþvottavélin að vera hægra megin eða vinstra megin við vaskinn ?

Við erum í pælingum þessa dagana og verðum að ákveða okkur hvar vaskurinn á að vera staðsettur í nýja eldhúsinu okkar...

æji sorry gæs, get ekki alltaf verið "skemmtileg" :o)

Samt talandi um "skemmtilegt" nennir einhver að útskýra líka fyrir mér húmorinn í Sigtinu sem sýndur er á skjá einum... við gátum sko hlegið að Venna Páer í kvöld, þvílíkir gullmolar sem detta frá honum, en Sigtið...? nei ekki alveg að fatta það...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú stendur við vaskinn og skolar af diskunum og svo ef þú ert rétthent þá raðar þú í uppþv.vélina með hægri hendi, svo að það væri betra að hafa hana hægra megin við vaskinn, ef hún er vinstra megin, þá ertu að snúa upp á þig til þess að raða í hana, bara að æfa sig næst þegar þú skolar af diskum og glösum.
kv. þín sys

Búkolla sagði...

Ok hvort er hægri og vinstri þegar þú ert að lýsa þessu ? nei bara svona miðað við hvað við erum með áttirnar á hreinu :o) en takk samt fyrir ráðið :o) kv. Maja sys

Nafnlaus sagði...

Ég er rétthent, vélin hefur alltaf verið vinstra megin við vaskinn og það hefur ekki verið neitt candamál so far