02 desember 2006

-Laugardagskvöld, já ég er nokkuð viss...

Í spriklinu í morgun var ég að hugsa, já það gerist af og til að ég hugsa, og þá er um að gera að njóta þess... nema hvað, mér datt í hug þegar ég sá mig eldrjóða og sveitta og eitthvað svo útspriklaða að þegar ég var á snyrtikvöldi hjá Makeup Store um daginn þá heyrði ég útundan mér "hey þetta gloss er svo neutral að ég myndi nota það í ræktinni" ég var um það bil að missa kjálkann niður á bringu, what? nota gloss í ræktinni? ég leit aftur á mig í speglinum... nei fjárinn ekki gloss í ræktinni, þá var mér hugsað til einnar sem stóð fyrir framan spegilinn einhvertímann þegar ég kom í klefann og hún snyrti sig eins enginn væri dagurinn á morgun... það var gloss og hársprey og öll dásemdin, ég horfði á og hugsaði, -hún heppin að vera búin, ég er rétt að byrja... en nei hún var á leiðinni í tíma og ég hélt að hún væri á leiðinni á árshátíð, svakalega flott...
kannski ég ætti að nota gloss ? Allavegana spegilmyndin mín í dag var frekar sveitt og rauð! ekkert gloss, bara rauð, furðulegt hvað ég verð rauð, ja eiginlega fjólublá... en það er önnur saga. Þetta var ég að hugsa í morgun kl 10:37. Á ég bágt?

Talandi um snyrtikvöld, þá finnst mér ekkert leiðinlegt að pæla í svona litum og vali og svoleiðis, hef ekki alveg vaxið úppúr þessu að fara í budduna hjá mömmu og gera mig sæta svona eins og mamma gerði og varð svo flott, hvað það væri nú gaman að starfa við svona, ég meina það eru bara glaðir viðskiptavinir sem koma í snyrtivöruverslun, jeminn sæjuð þið fyrir ykkur svakalega krumpaða manneskju koma í svona verslun,,, "hverskonar þjónusta er þetta? eigið þið ekki rétta rósrauða litinn á þessum varalit?"

Mér varð hugsað til þess einn daginn þegar kona hringdi í mig og bað um tilboð í tryggingar sínar,"ekkert mál" bros :o) og tilboðið farið innan skamms, þegar skilaboð frá skiptiborðinu komu um að hringja í þessa sömu konu, "María hér" ennþá brosandi (en ekki lengi) þegar skammirnar og svívirðingarnar fóru að rigna yfir mig og samtalinu eða á ég að segja eintalinu lauk með "þú getur troðið þessu tilboði uppí bíííb á þér" og síðan skellt á, (flott væri að svara "á ég síðan að senda þér það aftur?" en það má ekki !!! ...) þá alltíeinu langaði mig að vinna einhversstaðar, bara einhversstaðar annarsstaðar. Aldrei ! hafði ég mætt öðrum eins dónaskap...þetta hefði aldrei gerst í snyrtivöruverslun. hahahaha sjáið þið það í anda ? :o)

-baulaði Búkolla

1 ummæli:

Anna Kristjánsdóttir sagði...

Ég ætla að taka fram að þetta var ekki ég. Einhver tryggingasali hjá öðru tryggingafélagi vildi endilega gera mér tilboðí tryggingar fyrir þremur árum, en hann reyndist vera tíu þúsundum hærri en ég greiddi þá þegar, svo ég afþakkaði pent, án þess að skamma manninn. Ég stal hinsvegar merktum pennanum hans því vinnufélagi minn var að safna pennum.