-Föstudagskvöld... nei Laugardagsmorgun ? eða aðfarnótt laugardags... flókið...
Mig vantaði efni til að blogga um þannig að ég ætla að svara síðustu tveimur kommentum í bloggi... sniðug :o)
Anna, Já þegar stórt er spurt, þá er fátt um svör, ég á þó von á einkunum í næstu ja eða þar næstu viku, ég er að vona að sá sem fer yfir þetta fái sér bara einn STÓRANN öllara og verði temmilega kærulaus á góðu tölurnar :o)
Begga my bjútí það er enginn tilgangur að mæta á jólaglögg þegar þú ert ekki þar!
Nóttin er framundan, ég er að fara að sofa og mun vakna hress í fyrramálið til að sprikla í Hreyfingu kl 10:10, síðan verður jólaföndur í Engjaskóla eftir hádegi og svo frítími... :o) Sunnudaginn er piparkökumálun kl 11 í leikskólanum og síðan 7 ára afmæli hjá frænda kl 15 þannig að helgin er nokkuð þétt.
-Annars lenti ég í undarlegu mómenti í dag, og var hálf slegin eftir, ég er svo mikill dúfus. Hún Guðný liðsstjóri kom til mín og bað mig að kíkja með sér á www.keila.is þar birtist mynd af manni sem ég var bara að spila keilu við fyrir minna en mánuði síðan, ferlega hress og skemmtilegur. Hann er dáinn í dag, við Guðný vorum að furða okkur á þessu og ég horfði bara á myndina, þegar ég las nafnið og þá kveikti ég, Gunnar M Sigurðsson, þetta var frændi minn, bróðir afa var pabbi hans, ég vissi ekki af því að hann væri frændi minn þegar ég spilaði við hann og gantaðist við hann fyrir ekki löngu síðan. Núna veit ég það og hann er dáinn. Er þetta ekki skrítið líf ?
Kveð ykkur inn í nóttina...
-baulaði Búkolla
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli