04 desember 2006

Mánudagur til mikillar mæðu

Bömmer og fúllt fúllt ! Heima í dag, veik... rauk upp eins og litlu börnin í gærkvöldi og nótt með háan hita, og honum fylgdi hausverkur,,, ekkert annað að, bara hár hiti ! Þannig að ég er í mikilli fýlu í dag. á náttfötunum rétt að skrá þetta niður og vona að allir sem lesa þetta vorkenni mér ægilega... komi í flokkum til að heimsækja mig með malt og appelsín og súkkulaði, svona 70% af því að það er svo hollt samkvæmt nýjustu rannsóknum, þannig að núna borða ég bara það... eldaði pizzu í gær og munaði engu að ég myndi setja 70% súkkulaði ofan á hana, en það væri líklega til að sleppa sér alveg... Een til að hjálpa ykkur af stað þá allir saman nú
"aæhhjji aumingja Maja"

Vildi vekja athygli á öðru, teljarinn minn er að ná 1000... hver verður sú sem rúllar inn í 1000 ?

-baulaði Búkolla frekar veiklulega, en það heyrist samt í henni.

Engin ummæli: