Greys anatomy varð að víkja fyrir afskaplega leiðinlegum framhaldsþætti í tveimur hlutum, nei ég horfði ekki á þann þátt og á þess vegna ekki að geta sagt að þessi þáttur var leiðinlegur, en allir þættir sem ýta henni Grey minni aftar í dagskránna eru og verða leiðinlegir. Frekar nennti ég að horfa á grátþáttinn þar sem húsin eru rifin niður og byggð upp aftur, og endalaust reynt að kreista út tár hjá okkur á meðan, á stöðtvöplús.
Af því að ég sofnaði aftur í dag kl 5-6 þá er ég frekar vakandi núna, ennþá með hita, ekki hausverk og er það panódílunum að þakka :o) þannig að ég er að bloggrónast á annara manna síðum og skemmti mér konunglega á þeirra kostnað :o) takk fyrir mig.
Það var enginn gestur númer 1000 hjá mér, á mjög dularfullan hátt stökk talan frá 999 til 1001, Harrý og Heimir hafa verið settir í málið...
Það kom enginn með malt og appelsín eða 70% súkkulaði til mín í dag, en prinsinn minn kom með kjúkling fyrir sjúkling... og franskar fyrir danskar... hvað voru þessar panódílur eiginlega sterkar ???
Áður en ég segi eitthvað sem ég sé eftir ætla ég inn og lesa bók eða eitthvað blað, td Vikuna, á hana einhversstaðar og reyna síðan að sofna. Pant síðan vakna með <=37° hita til að fara í vinnuna á morgun.
-baulaði Búkolla
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli