Elsku elsku Pabbi á afmæli í dag. Hann er orðinn 87 ára :o)
Hann kom inní líf mitt þegar ég var aðeins 6 ára skott, var nú ekki alveg á því strax að fá svona kall sem var klárlega að taka hana mömmu frá mér, en með þrautsegju sinni sigraði hann mig og gaf ég honum smá af mér á hverjum degi, við hátíðlega athöfn... kom inn á skrifstofuna hans skreið í fangið á honum og sagði "núna máttu eiga alla þessa hendi" :o)
Síðan fyrir fjórum árum þá gengum við frá ættleiðingu, jebb þá varð ég Guðmundsdóttir loksins, var orðin það löngu í huganum en núna var ég Guðmundsdóttir á pappírum líka. Örugglega stoltasta Marían af eftirnafninu sínu :o)
En sem sagt Pabbi á afmæli í dag, til hamingju Pabbinn minn :o)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Elsku Maja mín, til hamingju með pabba þinn.
Kær kveðja þín sys
Takk sömuleiðis kæra sys, þú mátt nú eiga soldið í honum líka :o)
Fallegur póstur hjá þér kona góð ;)
Skrifa ummæli