Anna Kristjáns hefur bent mér á að einhverjir jólasveinar sluppu framhjá mér á meðan þessi lægð gekk yfir, vona ég að þeir Þvörusleikir, Pottaskefill og Askasleikir fyrirgefi mér að ég skrifaði ekkert um þá, en örugglega eru þeir sómapiltar eins og bræðurnir sem komu á undan og koma á eftir... td hann Hurðaskellir...

Sjöundi var Hurðaskellir,
-sá var nokkuð klúr,
ef fólkið vildi í rökkrinu
fá sér vænan dúr.
Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó harkalega marraði
hjörunum í.
Jóhannes úr Kötlum
jebb mikill sómapiltur...
En hér kemur þá hvað á daga mína hefur drifið síðan sidst... Á föstudaginn gafst mér hálfur frídagur og var hann nýttur með henni Dóru minni og darling Kristjönu sys í jólagjafa-innkaupum. En fyrst fórum við og fengum okkur snæðing á Fridays, enda margsannað að það er ekki gott að versla á tómann maga, að sjálfsögðu var jólabjórinn smakkaður og jamm jamm hann reyndist góður og síðan er miklu skemmtilegra að versla eftir einn kaldann :o) Takk fyrir daginn stelpur.
Vinnufélagar mínir brugðu sér á jólahlaðborð á föstudagskvöldið og hafði ég fyrir nokkru ákveðið að fara ekki með í þetta sinn, ég er staðföst kona og stóð við mitt og hélt kvöldið heima í faðmi fjölskyldunnar, ég veit að þau skemmtu sér glimrandi án mín, eins og þau hefðu gert með mér enda flottur og skemmtilegur hópur á ferð þar :o)
Laugardagur rann upp eins og ekkert hafði í skorist, enda engin ástæða til annars... það var skreytt og svo var bakað, jamm fjórar sortir, er ég þá húsmóðir góð ? jah fjölskyldan gaf mér stimpil eftir að hafa smakkað. Jebb húsmóðir desember mánaðar :o) Núna mega jólin koma...
Sunnudagur, bara leti í dag, æji jú nokkur jólakort sett í umslög, en annars bara tekið því rólega.
Þannig að nú hafið þið það lesendur góðu þe Anna, Gerða, Ingibjörg Jenný, Sylvía, Tinna, Birna, Berglind og Kristjana sys og vonandi einhverjir fleiri...þetta er það sem ég gerði síðan á fimmtudaginn...
hey þetta eru nú bara þó-nokkrir lesendur //(",)\\ og ég hafði þá bara heilmikið að segja.
3 ummæli:
það er naumast dugnaðurinn hér lít ég í kringum mig allt á öðrum endanum enda stungum við af til Stokkhólms yfir helgina, á eftir að pakka og senda síðustu gjafirnar vona að þær nái klakanum fyrir jól. Stokkhólmur var æði, engin rigning, þriggja rétta lúxusmatur í gær og eitthvað af jólagjöfum keypt í höfuðborginni.
Knús Birna
Húsmóðirin 2006 ert sko þú en þar sem ég verið heimavinnandi húsmóðir 2007 þá stefni ég á að taka þann titil af þér á næsta ári:o)
Ólétta konan bakaði líka 4, klúðraði reyndar einni þannig að niðurstaðan var 3 sortir :o(
Ég geri ráð fyrir að þínar hafi allar verið meinhollar með 70% súkklaði og ekta íslensku smjöri :o)
Það var gaman á föstudaginn en hefði sko verið ennþá meira gaman ef þú hefðir verið.
Luv ólétta konan.
Með laginu Skín í rauða skotthúfu.
Skín í væna vínflösku
og huggulega bjóra
jólglögg og eplasnafs
allt það ætl´að þjóra.
Dufla og daðra og leika mér
látum ill´í desember
burt með sokk og skó
hér af víni er nóg.
Ó hvað ég elska jólin
von´ég hitti á stólinn
Kveðja frá jólavini
Skrifa ummæli