Heimaveikindi geta verið þrælfróðleg, ef að maður er ekki sofandi þe. Ég er búin að liggja fyrir framan sjónvarpið í morgun og datt í amerískan þátt þar sem er verið að elda og tala en þar kom þetta fram... sel það ekki dýrara en ég keypti það...
Þekkið þið það að standa í partýi/veislu/hanastéli og tala við einhvern sem þú þekkir ekkert ofsalega vel ? Maður veit í raun ekkert hvað maður á að segja og mómentið verður hálf skrítið… hér eru fimm spurningar sem koma örugglega samtalinu af stað…
# Hvað myndiru vera lengi í sömu gallabuxunum? þe án þess að þvo þær…(ok fer soldið eftir aldri viðkomandi, og þó... gæti orðið fróðlegt.)
# Hvað ertu nísk/ur á?
# Hvaða mat finnst þér best að borða ef að þér líður ílla?
# Hvaða innlendri/erlendri persónu myndir þú helst vilja líkjast?
# Hvað er það sem þú getur alls ekki verið án?
Ykkur er velkomið að svara þessum spurningum hér hjá mér :o)
-Jólagjafaróskin... bókin -Burt með draslið!
Í annað,,, ég fékk sms í gær. Mín elskulega stóra sys kann ekki á komment kerfið hérna... ég er nátturulega agaleg að gera henni þetta, loksins þegar hún var búin að læra á bloggar.is kerfið hjá mér þá flyt ég...sorry sys...þá fór ég að hugsa, kannski er þetta vandamálið, fólkið sem les bloggið mitt kann kannski ekki að setja inn athugasemd....?
Þess vegna...
Leiðbeiningar:
fyrir neðan hvert blogg hjá mér er smá linkur, hann er merktur “Orð í belg” svona til að auðvelda málið...
1) smelltu á “Orð í belg”
2) settu inn orðin þín í belgin sem er í glugganum sem birtist,
3) settu nafnið þitt á viðeigandi dálk og netsíðu ef að þú er með slíka í viðeigandi dálk
4) og svo publish... nokkuð flókið ? Nehh
Hlakka til að fá Orð í belg :o)
-baulaði Búkolla
05 desember 2006
Smá hjálp
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
O.K. þetta var nú ekki svo flókið eða hvað?
kæra sys ef þetta birtist þá eru þínar frábæru leiðbeiningar að virka. vonandi ertu hressari í dag.
Þetta með hvaða mat finnst þér best að borða, þá get ég sagt þér litla sögu um forvitinn frosk, en ég bíð með það þangað til...
hef þetta ekki lengra í bili. Sjáumst kæra sys
Hvað á svo að gera eftir að ýtt hefur verið á Publish? spyr lesönd númer 1094
Sko mín kæra sys, þetta gastu "næstum því" ein... hehe það má alveg biðja um aðstoð :o)
já sko eftir að maður ýtir á publish þá verða orðin föst í belg :o) kv. MajaG
Skrifa ummæli