11 desember 2006

Stekkjastaur kom fyrstur


Stekkjastaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék á bóndans fé.
Hann vildi sjúga ærnar,
- þá var þeim ekki um sel,
því greyið hafði staurfætur,
- það gekk nú ekki vel.


"Jóhannes úr Kötlum"

Við eigum von á heimsókn í nótt, öll börn eru sofnuð hér og það vel fyrir löngu síðan.

Við Karen fórum í Kringluna eftir vinnu til að kaupa jólafötin, hún spurði mig; "mamma hvað er klukkan?" "við verðum og það er mjög mikilvægt að muna að fara heim snemma, ég þarf að fara að sofa klukkan átta" (ég elska þennan tíma, innskot móður) við leituðum ss að jólafötum, mamman vildi helst hafa það pils og fallegan bol (praktíkst) sú stutta vildi pífu,blúndu,blóma krúsidúllu kjól "mamma hvernig er það, átti ég ekki að fá að ráða neinu?" (við fórum heim með bleikt pils, pallíettu belti og fallegan bol, sem hún valdi sjálf og var alsæl með, svooo fín)

Prinsinn er búinn að sitja við tölvuna í kvöld, hanna myndina sem fer með jólakortinu í ár, þetta er flott hjá honum... kemur seinna á vefinn, má ekki sýna strax... hehe

Ég er búin að vera glápa á imbann, Greys anatómí og svo úrslit do you think you can dance, hæfileikaríkir krakkar... ýkt kúl og Óg töff...áfram Benji...

Var í skrítnu skapi í vinnunni í dag, sorry þið sem urðuð fyrir barðinu á mér... bara eitthvað löt, verð duglegri á morgun, það var bara mánudagur, og ég er ekkert sérstaklega góð með mánudaga, en núna er að koma þriðjudagur... og góðu börnin fá fallegt í skóinn sinn...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Prufa fyrir Maju :o)

Nafnlaus sagði...

ég ætla að prufa eina ferðina enn, hingað til fæ ég bara skilaboð um að ég hafi ekki skrifað neitt. Hallast að ósýnilegu letri.
Birna

Búkolla sagði...

Sko þetta er allt að koma, Ingibjörg getur þetta núna og svo Birna líka :o) nú verður glatt á hjalla (ekki Hjalla hennar Kristjönu sys...og þó :o) Þið eruð duglegar. kv. Maja