12 desember 2006

Giljagaur var annar


Giljagaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
-Hann skreið ofan úr gili
og skaust í fjósið inn.
Hann faldi sig í básunum
og froðunni stal,
meðan fjósakonan
átti við fjósamanninn tal.
"Jóhannes úr Kötlum"

Ég vaknaði í nótt við að Karen kom inn til mín, / ég sendi hana aftur í sitt rúm, erum að reyna að venja hana (og okkur í leiðinni) af því að kúra hjá okkur,,, æji það er svo notalegt að hafa þær uppí, en samt ekki mikið pláss og við vöknum alltaf eins og hengd uppá þráð, stíf og ómöguleg, þannig að ég sendi hana ss tilbaka, var búin að segja henni að hún mætti ekki fara úr rúminu sínu af því að jólasveinninn yrði þá alveg ringlaður og hún mætti heldur ekki fara eftir að jólasveinninn væri búinn að gefa henni þá myndu bara álfarnir taka gjöfina (ok núna eru álfar komnir í spilið... ohmygod hvað ég er hræðileg mamma)

Ég kíkti síðan til hennar í morgun, -ekkert í skónum-,,, þannig að ég spurði ”fékkstu ekkert í skóinn?” syfjuð leit hún á mig teygði sig undir koddan sinn og dró fram bleikann hest, sagði svo syfjulega ”jú hérna...og þetta fæst í Hagkaup” úps klár stelpa...:o/
hún hafði þá falið hestinn undir koddanum fyrir álfunum þegar hún ætlaði að svindla sér til okkar :oD hahahaha, yndisleg :o)

Núna er skottið orðin lasin :o( hún er líklega komin með það sama og ég var með og síðan Dóra... hefði verið betra að vera bara samfó, en það er aldrei svo gott...
Fór í ræktina áðan, gerði böns af magaæfingum, dugleg :o) Dóra passaði á meðan og svo kom ég við á MaggaDóna og keypti þar í matinn handa þeim :o) þær voru alsælar með það.

Þetta var sem sagt barnablogg :o) það verður líka að vera með...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

okey er að læra þetta

Nafnlaus sagði...

Kæru Jólasveinar, Ekki versla í heimabyggð.
kveðja frá Blesa