17 janúar 2007

Aumur efrihluti


Jæja dagurinn í gær farinn að láta segja til sín, armbeygjurnar og magaæfingarnar í BootCampinu eru farnar að skila sínu, ég fer bráðum að líta svona út... en bara bráðum, það eru nú 4 vikur eftir...

Stóra snótin var alsæl með daginn í gær og þakka ég kærlega fyrir kveðjurnar sem okkur bárust á þessu bloggi og hinu líka, gaman að sjá gesti sem ég vissi ekki að væru að lesa baulið í mér, en sem mér finnast stórskemmtilegir bloggarar.

Ég var LEeEngi á leiðinni í vinnuna í morgun, en þið ? Fór með litlu snót í leikskólann og keyrði að venju inn Starengið, en átti ekki von á ÖLLUM þessum snjó... Yarisinn þessi elska stóð sig samt með miklum sóma og ullaði bara á stóru jeppana sem mættu okkur... gáfum bara vel í og svo bökkuðum og gáfum svo bara aftur vel í og dönsuðum Rúmbu alla leið inn í Starengið, hlökkuðum mikið til að dansa tilbaka en þá var búið að ryðja snjóinn á þessum stutta tíma þannig að við dönsum bara Rúmbu seinna...

Á þessum degi, 17 janúar, fyrir 3 árum þá dó tengdamamma eftir mjög stutt veikindi, hún náði þó að vakna á afmælisdegi nöfnu sinnar hennar Dóru og kveðja okkur öll (þó svo við vissum ekki að hún væri að kveðja, þá vissi hún það örugglega)
Hennar er sárt saknað og lifir sem ljós í minningu okkar.

1 ummæli:

Anna Kristjánsdóttir sagði...

Þú ert heppin að búa ekki í Hafnarfirði