20 janúar 2007

Ræfill



<- Þetta er ég síðustu tvo daga...

Vaknaði snemma fimmtudagsmorgun, ekkert ofsalega hress, en kenndi því um að ég væri bara syfjuð, fór því í BootCamp dröslaðist í gegnum æfinguna, sem var by the way algjör killer... tókum vel á neðri hluta, eftir að hafa tekið vel á efri hluta síðast, enda má ekki skilja neinn útundan... eftir því sem leið á æfinguna langaði mig meir og meir til að skríða eitthvert út í horn og hverfa, úff hvað ég var þreytt... Dröslaðist í gegnum daginn á hálfum krafti, kom heim og það passaði, ég var orðin veik. Hiti og hálsbólga... Í gær var ég svo bara rúmliggjandi, hausverkur, ógleði, hiti, allur pakkinn ! Þannig að ekkert blogg... bara Ræfill.

Engin ummæli: