14 janúar 2007

Hvað var svo gert í dag?

Jæja sunnudagur að kveldi kominn og ég sest við tölvuna til að blogga um daginn í dag... mikið dáist ég að þeim sem nenna að lesa þetta hjá mér...

Nema hvað, þetta leit út fyrir að verða heldur tíðindalaus dagur, jú bóndinn fór með verðandi nágranna uppí lóð þar sem verðandi hús mun rísa vonandi á þessu ári til að hæðarmæla, gengu þarna um með mælitæki og hræddu fólkið í Grafarholtinu svo mikið að ein fann sig knúna til að hringja og kanna þetta tiltæki, (reyndar var þetta móðir mín,,,) Ég veit ekki alveg hvernig þessar mælingar fóru fram, en einhverjar niðurstöður eru komnar og prinsinn situr núna við tölvuna (sko stóru tölvuna) og færir inn tölur og teiknar í gríð og erg.

Þegar hann kom svo vel útbúinn til okkar aftur þá hafði verðandi nágrönnum dottið í hug að nota þennan blíða dag í að fara og renna okkur á snjósleða, jibbý :o) ekki þó í Úlfarsfellinu heldur í Lágafellinu, keyrðum uppí Lágafellskirkju vel byrg af nesti og snjósleðum og renndum okkur í gríð og erg, þvílíkt gaman og held bara að blessuð börnin hafi líka notið dagsins...

Á leiðinni heim ákváðum við að róa gömlu hjónin í Grafarholtinu og kíktum til þeirra í kaffi, enda var boðið uppá vöfflur :o)

Núna er búið að baða yngri snótina og prinsinn búinn að fara yfir stærðfræðina með þeirri eldri.

Ég held að þetta hafi flokkast undir góðan dag.

Engin ummæli: