13 janúar 2007

Villuráfandi sauðir

Fór í Hreyfingu í morgun, tók létta æfingu á fjölþjálfanum, en aðalatriðið var þó að fara í gufuna á eftir, mmmm ljúft og svo fékk ég besta kaffibolla í heimi á eftir hjá minni kæru Kristjönu sys (takk kæra sys sssmakk)

En það hefur ekkert með titil dagsins að gera... nei... Núna kemur það...fór með frumburðinum mínum í Smáralindina, erindið var að finna buxur á skvísuna og valdi hún Smáralindina til þess arna... ohhjæja Útsala... vill einhver segja mér hvernig maður ber sig að á svona útsölu ? ég er bara ekki að fitta þarna inn... sko ef ég sé eitthvað sem mér líkar þá er það ný vara og EKKI á útsölu... og það sem er á útsölu er vara frá því í hitteðhitteðfyrra og er SVO dödsmart í dag... eða ekki ! Við römbuðum þarna um eins og "allir saman nú" já villuráfandi sauðir :o) eina gleðin við Smáralindina var þegar við settumst niður og fengum okkur kaffi jah ég fékk mér kaffi og brauð, hún fékk sér heitt súkkulaði og köku, en við urðum nú að rembast við að kaupa buxur þannig að við reyndum ekki að glata tilefninu og enduðum á erindinu, já meira að segja tvennum buxum og ægilega fínu Puma belti... þessi elska fyllir 12 árin í næstu viku og það er verið að redda afmælisgjöfum frá ömmu, afa og afa. "mamma ég vil ekki vita allt sem ég fæ í afmælisgjöf"

Tengdapabbi var að fara frá okkur, hann var í mat (lambafillet og ýmislegt gott með) núna er verið að tjatta við hann á msn'inu, miðbarnið (prinsinn minn) fór til hans í dag til að setja það upp hjá honum, hann fékk beintengingu í jólagjöf og það er verið að henda honum inn í tuttugustuogfyrstu öldina svo um munar... en ég held að hann hafi bara gaman að þessu netdæmi :o)

En sem sagt laugardagskvöld... við vorum að fara með mikinn ljóðskap við matarborðið í kvöld og minntumst einnar góðrar:

"Helvíti bad veður í nótt
Fíra braggar fjúka upp
Æ dont nó
há meni pípúl dó"

1 ummæli:

Anna Kristjánsdóttir sagði...

Þetta er alveg ferlegt. Allt gamla fólkið byrjað að tjatta og skæpa og blogga. Jafnvel ég er með þeim elstu og verstu með blogg á tveimur stöðum og blaðrandi út í eitt. ;)