Þannig að við vorum komin rétt fyrir klukkan níu í morgun og svo byrjaði stritið, og ég get sko lofað ykkur að þetta var PÚL, já bara Helv Púl (ég var ekki lengi að ná upp lingóinu... það voru berir smiðir um allar jarðir og þeir kunnu sko að tjá sig (ég ætla ekki að skrifa orðið sem ég lærði í dag, það gætu börn verið að lesa þetta blogg, en ég get lofað að prinsinum mínum blöskraði smá orðaforðinn minn eftir daginn hnegg hnegg)
Verkefni dagsins var að setja sand í sökklana, dreifa vel úr og þjappa... sandurinn átti að ná fjóra til fimm cm frá brún, síðan verður sett einangrun og svo steypa, þetta átti að vera slétt og þegar ég skrifa slétt þá er ég að tala um slétt,,, ekkert semi slétt, eða svona næstum slétt, nei slétt !


Og það var þjappað

Og meira mokað, eða eiginlega sléttað með svona flatri sköfu...
Þetta er svo afrakstur dagsins, fjögur hólf stútfull af þjöppuðum sandi.
Vinnudagurinn var sem sagt frá klukkan níu til fimm (eða reyndar hálf fimm) og þá var farið í pottana til að hita upp auma vöðva, því eins og hann Múri okkar (á eftir að segja ykkur frá honum) sagði svo skemmtilega þegar hann kíkti á okkur um klukkan fjögur "þið eigið eftir að finna fyrir þessum degi langt inn í næstu viku"