20 júlí 2007

Það er allt að verða vitlaust...

Það þarf að moka með lítilli skóflu og þegar maður er alveg búinn að ná því þá er hægt að fara á stóru stráka skófluna og leika sér smá... muniði eins og í sandkassanum í gamla gamla daga...
jú minn elskulegi varð að rifja upp taktana...


Maðurinn kann þetta alveg....


Og þá komu lagnirnar, gaman að segja frá því að stúturinn sem er fremstur liggur í vaskinn okkar og uppþvottavélina sem verður á eyjunni á fyrstu hæðinni, það er hæðinni sem gengið er inn, en þið voruð örugglega löngu búin að sjá það út er það ekki ?

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ofsalega falleg pvs rörin ykkar ! Sandkassafílingur .... Mikid gengur vel hjá ykkur í byggingunni. Hvenaer á svo ad flytja inn?

Búkolla sagði...

Takk Zordís mín, gaman að heyra að öðrum finnist þessi rör vera falleg :) Hér er stefnt á að flytja inn í herligheitin í lok nóvember...:) bjartsýn já!

Nafnlaus sagði...

sniðugt að hafa rörin svona björgunarsveitarappelsínugul...

minni hætta á að þau týnist;)

Nafnlaus sagði...

Rörin heita víst Pvc en ekki s ....

Já í lok NOV ekki slæmt að komast inn og gera huggó fyrir alíslensk jólin. Þetta er svo spennandi tala nú ekki um að taka þátt og byggja sjálfur!

Búkolla sagði...

Já kæra Baun, það er sko eins gott að þessi rör týnist ekki, þetta er klóakið ;)
Þetta er skemmtilegt ferli, en það eru margir sem hafa gert þetta sem segja við okkur "ohh þessu nenni ég sko ekki aftur, en gangi ykkur vel" hvað sem það nú þýðir... læt ykkur vita seinna ;)

Anna Kristjánsdóttir sagði...

Ég þykist vita að ástæðan fyrir því að klóakrörin séu Guantanamó lituð sé til að þau strjúki ekki í burtu rétt eins og guantanamó litaða búkollan sem ég hitti í Amsterdam í vor.
Hvað á nýja húsið svo að heita? Kannski Undraland úr því Gísli Marteinn hafnaði því á biðstöð Strætó?